2 fyrir 40 allavega þegar launin eru mæld?

Ætli þessir tveir fái jafngildi launa þessarra 40 sem misstu vinnuna í gær?  Það væri nákvæmlega eins og það var í aðdraganda hrunsins.  Fólk sem vann á ofurlaunun vegna gríðalegrar ábyrgðar fékk ekki bara ofurlaun, það fékk líka bónusa ofan á ofurlaunin.  Ég er hissa á þessari ákvörðun Óskars Magnússonar, að ráða einmitt þessa tvo sérstaklega hann Davíð Oddsson. 

 Ætli þetta eigi að vera uppvakningarkall til okkar bloggara að fara út og mótmæla???   Ég er á báðum áttum, hvort ég eigi að halda áfram að blogga hérna eða snúa mér annað.  Ég tek um það ákvörðun á næstu dögum hvort þetta blogg haldi áfram.  Ég tók allavega öryggisafrit af blogginu mínu hérna á mbl.is


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Helvítis, fokking, fokk..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 02:13

2 Smámynd: Eygló

Einmitt það fyrsta sem mér datt í hug þegar fjallað var um allar þessar uppsagnir!!!

Líka með bloggið: Ætla líka að hinkra og sjá til. Annars er verið að safna áhugasömu fólki sem vildi safnast saman um nýtt bloggsvæði. Mér líst prýðilega á það.

Eygló, 25.9.2009 kl. 02:20

3 identicon

ef þú flytur Jóna læturðu okkur hin vita hvert ??????????

zappa (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 02:46

4 identicon

Sæl Jóna.

Það gerist svo margt á Ljóshraða hér síðan í dag , ef að þú flytur ,þá lætur þú vita.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 03:39

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Láttu mig vita ef þú flytir þig. Ég opnaði sjálfur síðu á visir.is fyrir löngu til öryggis ef mbl.is fyndist ég of kjaftfor og lokaði á mig. En þar er allt gjörólíkt system , maður verður að byrja að læra upp á nýtt. Hvernig tekur maður öryggisafrit???

Þráinn Jökull Elísson, 25.9.2009 kl. 07:56

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jökull þú ferð inn í stjórnborð -> blogg, þá birtist valmynd sem heitir öryggisafrit.  Að mig minnir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 12:07

7 identicon

Þetta heitir nú að vera hrædd við eigin skugga..

Fransman (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:11

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Getur ekki verið að Davíð komi fyrir lítinn pening?  Er betra að allir starfsmenn missi vinnuna. Lettneska rúllettan er í starholunum.  Írar fullkomna Stofnunin EU í október hræddir við að missa markaði í EU.

Ísland hefur hinsvegar val um að róa á önnur mið með útflutning ennþá fyrir Icesave.

Júlíus Björnsson, 25.9.2009 kl. 20:03

9 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Allir í tómu stressi hér.  Getur það virkilega verið að Davíð geti ritskoðað okkur öll?

Kommon, ég hef aldrei verið aðdáandi hans, en haldið þið að hann muni ræna okkur málfrelsi okkar sem við höfum haft hér á moggablogginu. 

Ef slíkt mun koma upp mun ég verða fyrst til þess að mótmæla, en komon, Mogginn er frjáls fjölmiðill hvað sem Davíð tautar og raular.

Mér hefur sýnst að gegnum tíðina að hér hafi verið mjög svo vinstrisinnaðir bloggarar. 

Ég bara spyr: Er ég núna ritskoðuð? Má ég e.t.v. eiga von á því að verða skráð sem "óvinveiitt" vegna þess að ég er ekki sátt við Davíð sem ritstjóra (eða stjórnmálamann)?

Góða fólk, verið ekki hrædd við nornaveiðar, slíkt tíðkast ekki nú til dags, enda eruð þið engar nornir.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 25.9.2009 kl. 23:08

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjálfsstæðissinar  sameinuðustu margir með Íhaldsflokknum gamla í upphafi stjórnmála hér. Halda í Dönsku Miðstýringuna og stéttaskiptinguna. Sumir vildu sameinast Rússum aðrir Þjóðverjum aðrir Bretum. Sjálfstæðisflokkurinn gamli er núna út um allt.

Í sjálfstæðisbaráttu verða allar að standa saman. Stjórnmál kosta líka pening.

Júlíus Björnsson, 26.9.2009 kl. 00:31

11 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Hvað voru Íslendingar margir þegar þeir fengu sjálfstæði fráDönum?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 26.9.2009 kl. 01:01

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

UM  70.000 1870

UM 121.000 1940

UM 230.000 1980 Hér byrjaði tekjumiskipting að EU fyrirmynd og almenningur fékk ekki að njóta tækniframfara og stækkunar fyrirtækja. Meðan bláfátækar þjóðir  [almenningur] allt í kringum okkur eru jafnvel komar fram úr okkur í Dollurum talið.

Júlíus Björnsson, 26.9.2009 kl. 01:18

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var svo heppin að finna gamalt blogg sem ég stofnaði fyrir tæpum 2 árun og er næstum því ónotað þetta er vefslóðin þangað.  ->  http://blogg.visir.is/huxa/   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2009 kl. 01:51

14 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það er náttúrulega alveg frábært að ca. 121.000 hræður hafi sótt og fengið sjálfstæði frá Dönum á sínum tíma.  Það sýnir liklega stórmennskubrjálæði þjóðarinnar að halda að við gætum staðið á eigin fótum.

Krónan, blessuð krónan okkar er fallin í hyldýpisgjá og spurning hvort við nútímafólk eigum nokkurn möguleika á því að tosast upp úr skuldafeninu.

Ég get ekki betur séð en við séum með allt í skít og skömm.  Og ég get ekki heldur séð að nokkur stjórnmálaflokkur geti dregið okkur upp úr svaðinu sem Sjálfstæðis/Framsóknar....hafa komið okkur í og Samfylkingar/Vinstri-grænna reyna nú að klóra yfir. Þetta allt er svo langt yfir okkar skilning okkar venjulega fólkinu.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 26.9.2009 kl. 02:03

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þið sem getið ekki staðið á eign fótum, hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur? 

Júlíus Björnsson, 26.9.2009 kl. 03:18

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Júlíus ég stend alveg ágætlega sjálf, ég hef áhyggjur af börnunum mínum og barnabörnum!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2009 kl. 11:19

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta gerðist fyrir mörgum árum í EU og nú er allar ömmur og afar þar þunglyndis pillu og drykkjusjúklingar sem sjá varla eina barnabarnið sitt sem er í bullandi samkeppnisnámi.

Ég veit það vel að best var að vera barn á Ísland um 1955 til 1965. Allavega skemmtilegast.

Hafa áhyggjur lýsir ábyrgð sem marga skortir í hópi ráðamanna hér. Nokkuð sem veldur mér meiri áhyggjum en nokkuð annað.  Þeir sem ekki eru vanir að bjarga sér sjálfir eru í samræmi alveg lausir við áhyggjur.

Óþarfar áhyggjur eru oft sjúklegar eins og óeðlilegur skortur á þeim.

Að eignast, gera sjálfur sjá árangur og uppskera eins og maður sáir, eru í réttu hlutafalli við skuldlausa eign og sparnað.   Þessi tækifæri er ekki augljós í alþjóðlegu samhengi á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnanna hingað til í þá átt að vekja almenna bjartsýni eru ekki sýnilegar en óréttlætið augljóst. Svo sem almennar tekjulækkanir samfara hækkun höfuðstóls skulda og skatta.

Til að auka eignir og meinta arðsemi þjónustugeira eins og fjármálgeira og innflutningsgeira og stjórnsýslugeira, sem erlendir fjárfestar hafa engan áhuga á því í þeirra augum er þetta óþarfa kostnaður.   Í EU þegar öll hagstjórnarkerfi eru eins og stöðug og fullkominn, hvað þarf þá marga hagstjórnarfræðinga eða stjórnmálmenn til breytinga[áhrifa] ? 

Þjónustugeiri í Kína er 32% af mannafla og Indlandi 28% meira en helmingur sjálfbærir atvinnuleysingjar [bændur, fiskveiðimenn, ruslahauganýtendur]

Hér eru ekki nema 3% sjálfbær og þjónustugeirinn telur til 78%. Fjárfestar í dag fjárfesta í fullvinnslu Kína og Indlands, sem bitnar hart á EU fullvinnslunum en lítið á þeim Íslensku sem finnast vart.

Enda stjórnar "bjartsýnis" fólkið hér.   

Júlíus Björnsson, 26.9.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband