Ekki er ég hissa á því

Það er með ólíkindum hvaða efni er hægt að nálgast á youtube.com.  Ég er búin að vera tölvuvædd í rúman áratug og hef ég í óteljandi skipti hlustað á eitthvað á youtube, núna síðast í kvöld horfði ég á myndband af discokennslu frá Finnlandi það var örugglega í 20. skiptið sem ég sá það myndband.    Samt  finnst mér þetta finnska myndband ennþá skemmtilegt og fyndið, sérstaklega vegna þess að ég tala finnsku og skil ég allt sem sagt er í myndbandinu.  Börnin mín hlusta á allskonar tónlist og skemmtiþætti á youtube daglega. 
mbl.is Innlit á YouTube fleiri en 1 milljarður á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/962377/   Myndbandið fræga má sjá hjá bloggvini mínum Jens Guð í kvöld.  Hann kann greinilega líka að meta það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2009 kl. 02:30

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=oSB9aBMayxU   Hér er annað myndband sem ég var að horfa á, það er saga af hundi sem hefur bara tvo fætur.  Falleg saga og hjartnæm. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2009 kl. 03:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=_-HZoVzN894  Hér kemur uppáhaldslagið mitt sem er á finnsku.  Þetta lag hefur verið uppáhaldið mitt í mörg ár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2009 kl. 03:08

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jeminn eini þetta lag er algjör snilld.  ->  http://www.youtube.com/watch?v=K6jWmKTMpDg  Du, du hast mich, RAmmstein er uppáhalds hljómsveitin mín og hlusta ég oft á þá tölvunni.  Youtube.com er náttútulega tær snilld. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2009 kl. 03:18

5 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Takk fyrir gott show í kvöld.  Ég var að skríða að tölvunni eftir rúmlega viku legu í bælinu með flensu, þó ekki svínaflensu - held ég. 

Var að velta fyrir mér hvernig þér tókst að verða altalandi á finnsku?  Mér finnst það vera afar snúið mál og vinur minn frá Serbíu sem er giftur finnskri konu er ekki duglegur að læra finnskuna og þau tala saman á ensku - og er hann þó búinn að læra íslensku nokkuð skammlaust. 

Þegar sonur minn var í æsku rétt byrjaður að berja saman setningar kenndi dóttir mín honum að segja "ég elska þig á" á finnsku: "mina rakasta sinua" (stafsetningarvillur á mína ábyrgð) og þegar guttinn var spurður hvort hann elskaði viðkomandi kom þessi skrýtna finnska setning -   eða bara ef hann var þreyttur kom bara : "ég kann bara ekki að segja það"  Líklega var þessi setning með þeim fyrstu sem út úr honum kom.

Hugljúfa sagan af Faith er nú þegar komin á fésbókina mína, það er með dýrin eins og mennina, allir eiga sinn tilverurétt og þrátt fyrir líkamlegan ófullkomleika, eru viðkomandi fullfærir um að dreifa gleði og hamingju í kringum sig.

Rammstein og diskó - hef gaman að hvoru tveggja, enda alæta á tónlist.  Boney M eða Rammstein - tvær þýskar hljómsveitir - ég þekki Boney M betur enda alin upp við þeirra músík, en kann ágætlega að meta það sem ég hef heyrt frá Rammstein.  En ef við förum út fyrir Þýskaland, myndi ég líklega velja Uriah Heep, Deep Purple eða Robbie Williams, eða bara Andy Williams, enda alæta á tónlist eins og ég sagði áður. 

Góða helgi.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 10.10.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband