Bannað unglingum, skiljanlega.

Það er mjög skiljanlegt að þessir orkudrykkir séu bannaðir unglingum, oft er koffeininnihald slíkra drykkja mjög hátt.  Ég veit að núna er mjög vinsælt hjá ungu fólki að blanda þessa orkudrykki út í áfengi.  Vodki og Burn er vinsæl samsetning. 

 Ég man eftir því að hafa lesið fréttir frá Svíþjóð fyrir nokkrum árum þar sem varað var við því að blanda þessum orkudrykkjum út í sterka drykki.  Það var orðið algengt á sænskum sjúkrahúsum að fá inn ungt fólk um helgar með hjartsláttartruflanir vegna drykkjunnar. 


mbl.is Orkudrykkirnir nú bannaðir unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða drykkir eru þetta? Powerade og þess háttar eða eitthvað enn sterkara?

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burn, Red bull og Euroshopper energy.  Eru nöfnin sem ég kannast við, jú og Poweraid.   Það eru örugglega miklu fleiri vörumerki sem eru með svipaða verkun, sykur og örvandi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2009 kl. 02:20

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil, ég held að Powerade sé mestmegnis sykurdrulla.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:26

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Redbull og áfengi hefur einhver áhrif á hjartslátt. Enn unglingar í Svíþjóð sem hafa komið á bráðamótöku vegna hjartsláttartruflanna, hafa flestir verið að reykja Spice. Er búið að banna það núna. Er þá Redbull, og Redbull og áfengi,  notað sem skýring á hjartslættinum þar sem unglingar þora ekki að viðurkenna neyslunna ...

Óskar Arnórsson, 11.10.2009 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband