Samanburður á þrýstnum og mögrum konum.

Ég er að vinna á bar, þar kemur allskonar fólk.  Ég hef tekið eftir ýmsu í tilhugalífi fólks undanfarin 12 ár.  Örugglega 80-90% karlmanna verða vitlausir ef horrengla gengur inn á barinn.  Þeir fara að gera sig til að ávarpa mjónuna, og það skiptir ekki máli hversu gömul mjónan er.  Mennirnir verða spenntir.  Jafnvel þótt sú horaða sé hrukkótt og gæti næstum verið móðir flestra á barnum!!   Það er annað mál ef venjuleg kona, kannski með aukakíló hér og þar, hún fær enga sérstaka athygli frá karlmönnunum sem staddir eru á barnum.  Nema hjá nokkrum sem gera sér hvað sem er að góðu, ég meina þetta. 
mbl.is Enginn vill sjá þrýstnar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Útlit kvennanna virðist ekki skipta máli, bara holdafarið.  Horrenglan getur verið bólugrafin með skemmdar tennur og andfýlu eftir því.  Samt velja mennirnir hana framyfir venjulega konu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2009 kl. 01:06

2 identicon

ég vil nú mína mjúka-hvort sem er heima eða á bar.....annars er hún ábyrg fyrir sínu holdafari sem ég sætti mig bara vel við og hef gert undanfarin 30ár.

zappa (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef þetta er satt Jóna, þá er búið að rugla karlanna illilega í rýminu og þeir farnir að trúa því að drengstúlkur tískupískaranna séu eftirsóknarverðari en konur sem líta út eins og...konur.

 Karl tískugúrú er að segja að horrenglurnar selji betur föt en hinar "eðlilegu" og það er rétt, enda ætlast til að þær séu einskonar herðatré. En það er líka satt að það er búið að gera þær að kyntáknum, allt frá því að Twiggy var að ofur-fyrirsætu. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.10.2009 kl. 01:46

4 Smámynd: Jón Svavarsson

UUUHHHRR Vitlaust hæfilega þibbnar konur eru lang flottastar, þegar ég sé grind horaða konu þá væri ég hræddur um að hún myndi hreinlega brotna ef komið væri við hana hvað þá að leggjast kanski ofaná Sjálfur er ég engin létta vara svo ég get trútt um talað, því svo er stundum sagt að konur vilji hafa karlana svolítið mjúka og þægilega, því þá er síður hætta á að þeir séu með AIDS, en það er ekkert örugt, aðeins eitt er örugt og það er að allt endar þetta einn daginn. :D

Jón Svavarsson, 12.10.2009 kl. 01:48

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er frekar skrýtið að mínu mati, ég held að konur "venjulegar konur" hafi meiri fjárráð en horrenglur, til fatakaupa til dæmis.  Það passa fáar venjulegar konur í föt sem samkynhneigðir karlmenn hanna.  Konan verður að hafa vöxt horaðs karlmanns, eða unglingspilts. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2009 kl. 01:50

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Ég gæti alveg hugsað mér að bjóða Lissie <miller að koma og skoða frímerkjasafnið mitt og jafnvel að bjóða henni í bíó

Jón Svavarsson, 12.10.2009 kl. 01:51

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég get sagt ykkur í trúnaði, tannlaus miðaldra ,grindhoruð  brjóstalaus kerling hefur meiri sjéns á bar í Reykjavík en venjuleg kona sem er í eðlilegum holdum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2009 kl. 01:54

8 Smámynd: Egill

þegar skinn-og-bein getur státað af 6 börnum og 4 barnabörnum, þá skal ég hundur heita :)

en ætli þetta tágranna look geri þá hluta kvenna, sem karlar á börum eru helst að hugsa um, stærri hlutfarslega, hver veit.

eðlileg hlutföll falla finnst mér mest aðlaðandi, auka sentimetra á mjaðmirnar hafa einnig aldrei meitt neinn.

Egill, 12.10.2009 kl. 01:55

9 Smámynd: Jón Svavarsson

Kanski er það vegna þess að þessi tannlausa, grindhoraða og brjóstalausa sé sennilegri til að vera einhleyp eða þær eru kanski ekki eins vandlátar. Þrifalegar myndalegar konur hafa líklega betri smekk og góða list

Jón Svavarsson, 12.10.2009 kl. 02:05

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heheh

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2009 kl. 02:07

11 Smámynd: Jens Guð

  Eitthvað rámar mig í útlenda könnun þar sem hópur karla var látinn skoða ljósmyndir af konum.  Þeir voru látnir velja mynd af konu sem þeir myndu vilja hafa upp á arminn á skemmtistöðum.  Einnig voru þeir látnir velja mynd af konu sem þeir gætu hugsað sér að stofna fjölskyldu með.

  Niðurstaðan var sú að menn vilja sýna sig með grönnum konum en stofna fjölskyldu með mjúkum konum.

  Einhverstaðar sá ég að konur yfir kjörþyngd eignist að meðaltali fleiri börn en konur undir kjörþyngd.

Jens Guð, 12.10.2009 kl. 02:17

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eitthvað rámar mig í þessa rannsókn sem þú nefnir Jens Guð.  Ég er sennilega í yfirþyngd bara vegna barnafjöldans!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2009 kl. 02:23

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2009 kl. 02:26

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 NOHH!     Eintakið: spyr ekki,
 
                        Þessi gamla er rúnum rist,
                        reynslusaga í leynum,
                        alið,unnað,fengið,misst,
                         af, ástinni í meinum.

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2009 kl. 02:56

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

  • Illt er að leggja við hrörlegt hró

  • heitan ástarbruna.

  • Með svanna þriflegum sæll hver bjó

  • í sátt við náttúruna.

Jón Valur Jensson, 12.10.2009 kl. 03:41

16 identicon

Þetta er náttúrulega Photoshop Dauðans, konur með höfuð sem er breiðara en mjaðmagrindin eru ekki til, (Og, já, þetta er alvöru auglýsing)

<IMG src="http://www.boingboing.net/2009/09/29/lauren.jpg">

Fransman (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 07:31

17 identicon

Reyni aftur:


Fransman (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 07:32

18 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Jóna mín,

Athyglisverð er, og örugglega trúverðug er upplifun þín, vinnandi við að afgreiða þessa " gónandi karla, hverra upplifun af hinu kyninu er að mestu leyti að  finna í blöðum og tímaritum sem upphefja anorexíu og fliss." 

Kannski eru viðskiptavinirnir þínir á höttunum eftir allt öðru en samræðum við hitt kynið  á meðalvitsmunastigi, ....... kannski bara  bara samræði án umræðu með von um að þeir haldi reisn í 2 og hálfa mínútu eða svo.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.10.2009 kl. 09:28

19 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Athyglisverð og alltof sjaldséð umræða - þökk sé honum Tísku-Karli :). Þetta með barkarlana segir ekkert annað um málið en að karlar eru almennt skíthræddir við að bera á torg sínar raunverulegu kynímyndir sem þeir laðast að. Ef eitthvað er þá held ég að herðatrésýmind tískuheimsins höfði raunverulega til lítils hóps karlmanna og að ungir karlmenn séu oft hálfpartinn "inni í skáp" með sínar kynferðislegu langanir. Þannig líða bæði kynin oft á tíðum fyrir þetta tabu, þ.e. strákarnir sem láta ekki hið rétta í ljós og stúlkurnar með aukakílóin sem fá ekki sína verðskulduðu athygli, og niðurstaðan verður stöðug ranghugmynd fólks um þetta efni.

Sólmundur Friðriksson, 12.10.2009 kl. 09:47

20 Smámynd:

 Skemmtileg umræða og mynd Fransmans öldungis óborganleg

, 12.10.2009 kl. 10:49

21 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég segi fyrir mína parta að ég hrífst mest af konum sem eru þybbnar á kvenlegan hátt.

Elías Halldór Ágústsson, 12.10.2009 kl. 18:27

22 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Frábært að sjá að það er kvenfólk sem er mest áfram um að horrenglur séu bestar og karlmennirnir hrifnastir af því að hafa túttur, læri og botn að bíta í.

Vel gert konur! Það eruð þið sem ráðið því hvað Kalli Lagerfeld setur á rampinn, álit karlmanna hefur ekkert með það að gera.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.10.2009 kl. 19:22

23 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og btw, það kemur ekki "allskonar fólk" á þá stofnun sem maður sér venjulega fyrir sér þegar þú segir "bar". Það er ekki endilega marktækt úrtak liðið sem þar er, enda upp til hópa upptekið af "viðurkenndu útliti" einu og sér. Oft frekar shallow. Svo getur náttúrulega verið að þú sért ekki að vinna á svoleiðis bar

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.10.2009 kl. 19:27

24 Smámynd: Páll Blöndal

hmmm... þetta er áhugavert.
Ég held að þið séu flest alltof feit elskurnar mínar.

Páll Blöndal, 12.10.2009 kl. 21:36

25 Smámynd: Páll Blöndal

... annars held ég að smekkur og upplifun hvað holdafar varðar fari mikið eftir aldri viðkomandi. Ég gæti trúað því að kynslóðir fæddar eftir 60-70 séu mun meiri líkams-og útlitsdýrkendur en fyrri kynslóðir. Svo hefur þetta bara versnað með árunum.

Páll Blöndal, 12.10.2009 kl. 23:30

26 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Rúnar Þór, meðalaldur viðskiptavinanna á barnum þar sem ég vinn er +50 ára.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2009 kl. 00:27

27 identicon

Ávalar línur fyrir mig takk....

Það er heilahrörnun í gangi hjá þessum viðskiptavinum þínum.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 08:52

28 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já sorrý Jóna, best að viðurkenna strax. Auðvitað breytumst við í slefandi villidýr þegar horuð kona kemur í nauðgunarradíus

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.10.2009 kl. 10:51

29 identicon

Sæl jóna.

Ávöl kona með línur, sem er hún sjálf, en ekki gangandi fegrunarlyfja maskína.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:01

30 Smámynd: Offari

Mér finnst allar konur vera fallegar eftir nokkra bjóra.

Offari, 13.10.2009 kl. 22:42

31 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mér finnst allar konur mættu að vera eins og (m)Jóna.

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.10.2009 kl. 13:11

32 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég verð samt að viðurkenna að einn viðskiptavinur minn hefur sagt að hann kjósi sérstaklega "þykkar" konur, því "þykkari" því betra hjá honum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.10.2009 kl. 01:26

33 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Nóg að gera hjá honum?

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.10.2009 kl. 13:25

34 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Rúnar Þór, ég má ekkert segja um það  ;)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband