18.10.2009 | 01:56
Siðleysi
Þetta hlýtur að flokkast undir siðleysi í orðabókum heimsins? Banki sem ríkið þurfti að yfirtaka ætlar að borga ótrúlega háa bónusa til óhæfra stjórnenda? Ætli þetta sé svona á Íslandi líka? Fá bankastjórarnir fyrrverandi og aðrir stjórendur bankanna hérna á Íslandi svona bónusa líka? Vonandi fá þeir frekar ákærur fyrir þjófnað, eða annað álíka hérna. Það má aldrei umbuna fólki fyrir svik og svindl. Mér finnst að afnema eigi alla bónusa allstaðar, annað er ekki sangjarnt...
Breskur ríkisbanki greiðir háa bónusa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hér eru fyrrverandi ráðnir í "sérverkefni" og skilanefndir á hærri launum-eða hefur þú heyrt um íslenskan bankastjórnanda sem hefur verið sagt upp?
zappa (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 02:27
Nei, enginn sem ég man eftir..... Þeir virðast allir vera að vinna við skilanefndir og "sérverkefni" á vegum ríkisstjórnarinnar.... á ofurlaunum og sennilega bónustengdum líka.... Annað væri ekki við hæfi, hérna á landi spillingarinnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 02:33
Confirmative Jóna. Auðvitað er þetta taumlaust siðleysi. Bónusar í þessari stærðargráðu voru hannaðir og stílfærðir af sjálfum "bónusþegunum".
Svo má auðvitað færa " ekki svo langdregin rök" fyrir því að þetta bónuskerfi hafi verið upphafið af "kreppunni" eins og þroskaðir hlutabréfamarkaðir upplifðu hana.
Sjálfur súkkulaðidrengurinn BÁ, hóstaði viðurkenningu á því að þessir bónusar sem hann hannaði gengu of langt. Hættan er hvað gerist þegar hóstinn hefur læknast! Munu þeir halda á áfram á sömu svívirðulegu brautinni, eða hefur einhver lært eitthvað?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.10.2009 kl. 06:04
Hvar er "fáni vor sem friðarmerki"?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.10.2009 kl. 06:05
Mig minnir að ég hafi lesið einhversstaðar að einhverjir sem hættu störfum hjá bönkunum, ætli nú í mál við nýju bankana vegna starfslokasamnings og ógreiddra bónusa.
Verð bar að segja að mér svelgdist illilega á.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.10.2009 kl. 11:12
Hver þorir í mál við banka? Útvegsbankinn gamli týndi fyrir mér skuldabréfi. Tryggingabréf,sem funkeraði eins og heimild í dag,gat slegið út á það meðan á byggingarframkvæmdum stóð. Þegar ég hugðist ná í það var það týnt,en festi samt veðrétt á húsi mínu sem var afar óþægilegt.Var svo stödd í bankanum 5árum seinna með vinkonu sem var að erinda þar. Nefndi þetta þá við bankamann,hver skellti sér inn á kontor og náði í bréfið,því hafði þá verið skilað til rangs aðila. Engin afsökunar beiðni.
Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2009 kl. 23:16
Fáni vor hvarf í tiltekt, þegar ég ætlaði að losna við að hafa tvöfaldann fána.......
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.