Af hverju ekki fyrir einu ári síðan?

Hversvegna er breska efnahagsbrotaskrifstofan loksins núna að hugsa um það að hefja rannsókn?  Hversvegna ekki fyrir ári síðan?  Eftir hverju voru þeir að bíða?  Helvítis, fokking fokk. 
mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Af tærri breskri kurteisi Jóna, enda höfðu íslensk yfirvöld skipað sérstaka Rannsóknarnefnd sem skyldi fara ofan í saumana á hruninu.  Nú er fleirum en okkur orðið ljóst að bið verður á einhverri útkomu úr þeirri rannsókn.  Þolinmæði Serious Fraud Office er því liðinn, og nú verður ekki sýnd nein miskunn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.10.2009 kl. 02:46

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

..... bæti við,  þetta er jákvæð frétt sem þrýstir bara á að íslensk stjórnvöld, hraði sér og hysji upp brækur, eða ætla þeir að láta bretana "afhjúpa" íslensku glæpamennina beint fyrir framan nefið á okkur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.10.2009 kl. 02:48

3 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Það er svo mikil spilling í öllu kerfinu hér á þessu landi að það kemur ekkert upp úr þessari Rannsókn bankaleynd trúnaður og önnur vitleysa sem þetta skítapakk hefur komið fyrir hér í þessu 350 þús manna þjóðfélagi bankaleint

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 19.10.2009 kl. 03:16

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eins og Jenný Stefanía segir hér að ofan, af því að þeir héldu að íslenskir ráðamenn ætluðu í verkið :-/

Baldvin Jónsson, 19.10.2009 kl. 14:54

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Jóna,

SFO ætlar að hefja formlega rannsókn.  SFO hóf fyrir löngu rannsókn á íslensku bönkunum, en hún hefur verið óformleg.  Það tekur langan tíma að afla gagna til þess að finna út hvort tilefni er til formlegrar rannsóknar eða ekki.  SFO hefur verið í samvinnu við sérstakan saksóknara á Íslandi og þeirra vinna hefur einnig tekið langan tíma.  Svona rannsóknarvinna tekur gífurlegan tíma og tengist fyrirtækjum og stofnunum út um allan heim.  Gagnasöfnun er mjög tímafrek og úrvinnsla gagnanna eftir að þeim hefur verið safnað tekur líka mikinn tíma.  Þetta stendur allt í fréttinni og fólk hefur getað lesið sér til um þetta í fjölmiðlum síðustu mánuði. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 19.10.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband