Vændi sýnilegra í Reykjavík en áður

Ég vinn á bar við Laugaveginn og hef gert það í næstum 12 ár.  Bara á þessu ári hafa viðskiptavinir mínir orðið fyrir allskonar áreiti frá konum sem bjóða þeim líkama sinn til sölu.  Þegar menn fara út að reykja fá þeir tilboð frá konum sem falbjóða sig, bæði íslenskar og útlenskar konur ganga fram og til baka á Laugaveginum og reyna að falbjóða sig. 

 Mér finnst þetta óhugnanleg þróun, núna síðustu mánuði eru viðskiptavinir mínir að kynnast þessarri vændisstarfsemi götuvændiskvenna.  Mér finnst að svona þurfi að stöðva strax, götuvændi má ekki líðast hérna í Reykjavík. 


mbl.is Fjórir Íslendingar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Dapurlegt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.10.2009 kl. 02:37

2 identicon

Er ekki alveg eins hægt að skoða rétt eða órétt þinna viðskiptavina sem eru dæmdir til að reykja úti með lögum og þurfa fyrir vikið að þola þetta áreiti? Dettur þeim aldrei í hug að tilkynna þetta áreiti?

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 22:21

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hver hringir á lögregluna í dag, nema að næstum lífshætta sé í sjónmáli.  Lögreglan kemur ekki þegar hringt er út af smá málum, vegna niðurskurðar í lögreglunni og hjá lögregluembættunum er ekki nóg af lögreglumönnum til þess að sinna svona klögumálum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband