Vonandi er hann bara sá fyrsti

Það er þörf á endurnýjun í embættismannakerfinu á Íslandi í dag, rúmu ári eftir hrunið.  Mér virðist að flestir sem bera ábyrgð á hruninu, strjórnmálamenn, embættismenn, bankastjórnendur og allir hinir sem litu framhjá spillingunni og líka þeir sem tóku þátt í spillingunni, munu sitja sem fastast..  Ég vona að algjör endurnýjun verði í allri stjórnsýslunni og að Þingmenn, ráðherrar og allir þeir sem tóku þátt í hruni fjármálakerfis Íslands sjái sóma sinn í fjöldaafsögnum.  Það er verst hvað margt af þessi fólki er siðblint og mun það sitja við völd eins lengi og við fólkið leyfum því að sitja. 


mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Þarna á mikið eftir að taka til og það verður erfitt vegna allra þeirra fjölskyldutengsla, vina og kunningja og pólitískra tengsla. En það er hægt og er framkvæmanlegt.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 03:11

2 identicon

zimbabwe hvað!!!!!!!!!!þar eru þeir heiðarlegir miðað við hér.

zappa (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 04:08

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Vonandi eiga miklu fleiri hausar eftir að fjúka. Kveðja. Djö..... er mig farið að langa í bæinn.

Þráinn Jökull Elísson, 24.10.2009 kl. 22:03

4 Smámynd:

Flestir þeirra sem komast til valda vilja halda sem fastast í þau og sómi er ekki eitthvað sem þessir valdasjúku menn þekkja.

, 25.10.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband