Spillingarliðið vinnur vinnuna sína

Sú vinna virðist eingöngu snúast um það að bjarga þeim spilltu vinum og vandamönnum út úr vandræðum sínum.  Ég tek eftir því við lestur þessarrar fréttar að sá sem stóð á móti þessu frumvarpi er ekki nefndur á nafn, hann heitir Þór Saari, nafn hans er ekki nefnt í fréttinni.  Ætli það sé þöggun í gangi í þjóðfélaginu?  Eina ferðina enn?   Mér er spurn??

Ég hef nokkrar tillögur  fram að færa fyrir Alþingi okkar Íslendinga, þær er svohljóðandi.  Banna kennitöluflakk með lögum, banna þingmenn sem hafa þegið kúlulán (líka þótt makinn hafi stofnað eignarhaldsfélag um kúlulánið), Banna þingmönnum að sitja í allskonar launuðum nefndum, sem ekki eru á vegum Alþingis.  Banna þingmenn sem hafa hagsmuna að gæta vegna kvótans.  Hagsmunatengsl þingmanna við allskonar óreiðufólk, ættu að vera undir smásjá fjölmiðla.  En því miður er enginn sjálfsstæður fjölmiðill sem fólk treystir í dag.  Arg og garg, breytinga er þörf. 


mbl.is Segja gagnrýni á ný lög fjarstæðukennda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér sýnist svona við lauslega yfirferð að þú hafir skotið sjálfstæðisflokkinn í kaf og stórskaðað vinaflokkin framsókn...

annars er hér fjölmiðill sem aldrei verður gefinn út á íslandi en byrtir margt fróðlegt um sukkið þá og nú..Independent Icelandic news....margt fróðlegt þarna

zappa (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 03:07

2 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur alveg ljómandi samantekt

Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

BYLTINGU STRAX

Lúðvík Lúðvíksson, 26.10.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband