29.10.2009 | 02:10
Börnin skuldsett
Hvernig ætla þessir stofnfjáreigendur, sem sumir eru aðeins börn að aldri að útskýra þessa málssókn? Eru það ekki foreldrar umræddra barna sem fara með fjárráð fyrir þessi óheppnu börn. Eru foreldrarnir ekki ábyrgir fyrir eigin gjörðum? Það átti greinilega að græða, og börnin voru notuð sem skiptimynt í viðskiptunum. Það ætti að senda foreldra umræddra barna á námskeið í siðfræði, kannski líka uppeldisfræði.
Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
úff
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2009 kl. 10:54
Það sorglegasta er að þetta fólk var bara að gera nákvæmlega það sama og stjórnvöld hafa ákveðið að gera við börn okkar allra: skuldsetja þau fyrir klúðri sem þau báru enga ábyrgð á.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 11:46
Þetta er snarbrjálað lið. Er þetta kannski barnaverndarmál? Er foreldrum leyfilegt að skuldsetja börnin sín svona vegna eigin græðgi.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 29.10.2009 kl. 19:41
Þetta er löngu komið út fyrir öll mörk. Kíktu á færsluna mína þar sem ég bloggaði um þetta.
Þráinn Jökull Elísson, 30.10.2009 kl. 01:47
Jökull, ég er búin að skoða færsluna þína. Ég skrifa ekki athugasemd við hverja færslu hjá öllum bloggvinum mínum mér vinnst ekki tími til þess.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2009 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.