Furðuleg fyrirsögn

Dýr myndi hesturinn allur?  Hvað er blaðamaðurinn að meina?  Konan var ekki að kaupa sér hest, hún keypti sér hnakk.  Hefði hún keypt sér hest, hefði hún varla verið með hann í farþegarýminu, og reynt að smygla honum í gegn um græna hliðið.  Það finnst mér allavega ólíklegt.  Ætli það sé yfirleitt tollur á hrossum?  Maður spyr sig. 
mbl.is Dýr myndi hesturinn allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blaðamaðurinn er að reyna að slá sér upp á orðatiltæki sem hann virðist ekki kunna, eða vita merkingu þess og samhengi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 03:33

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hestar eru óneitanlega dýr.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: Eygló

Mér finnst þetta bara fyndið. Blaðamaður notar orðatiltækið "Dýr yrði Hafliði allur" þar sem hann þótti fá heldur háar bætur fyrir lítinn líkamshluta.

Ég skil þetta þannig að honum finnist dýr tollurinn af hnakknum.... hvað yrði hann þá ef þetta væri heill hestur (t.d. undir hnakknum)

Sé ekkert við þetta að athuga, bara skemmtilegt.

Annar skemmtilegur útúrsnúningur kemur frá Jóni Steinari.  Hann bendir réttilega á að hestar séu dýrir, - einn hestur dýr. Svo eru þeir auðvitað dýr eins og önnur dýr... hahahah

Eygló, 4.11.2009 kl. 11:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm og það má eiginlega færa fyrir því nokkur rök að hnakkurinn sé órjúfanlegur hluti af reiðhesti.... eller hur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Eygló

Já, maður finnur stundum ístöð í hrossabjúgunum!  hahaha

Eygló, 5.11.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband