Sama fólkið sem olli hruninu

Er núna að endurreisa gamla Ísland, með gömlu samtryggingargildunum.  Ég hef ákveðið að versla ekki við fyrirtæki sem Hagar eiga í dag, ég treysti þessu fólki ekki fyrir peningunum mínum.  Ég hef líka ákveðið að skipta um viðskiptabanka, þar sem ég treysti ekki bankanum mínum.  Svo ætla ég næst að skipta um tryggingarfélag, ég treysti ekki tryggingarfélaginu mínu.  Ég ætla ekki að taka þátt í því að endurreisa gamla Ísland, með gamla spillingarliðinu.  Ég vil sjá breytingar á stjórnarháttum þingmanna, bankastjórnenda og fyrirtækjaeigenda.  Ég ætla ekki að stuðla að meiri spillingu. 
mbl.is Njóta eigendur Haga trausts?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið hafið val þarna fyrir sunnan Jóna mín.  Það er meira en við getum sagt.  Reyndar er það svo að Bónus lækkaði okkar matarreikninga um allt að 30% og er ennþá ódýrasti kosturinn hér.  Svo þetta er dálítið snúið úti á landi.  Eina apótekið hér er með sömu formerkjum.  Því apotekarinn sem hér var, var eiginlega svældur út; ef þú hættir ekki, set ég upp apótek við hliðina á þér og set þig á hausinn attitúte, eftir því sem almannarómur segir.   En næsta apótek er sennilega í Búðardal eða Borgarnesi.  Eigðu góðan dag elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2009 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Þetta getur samt orðið snúið, enda við fyrir sunnan föst í miðjum kóngurlóarvefnum.  Þá er bara að passa sig, þegar maður þarf að kaupa eitthvað.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.11.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband