7.11.2009 | 00:35
Verðlaun fyrir óviðurkvæmilega hegðun
Verðlaunaféð eru rúmar 42 milljónir sem hann getur fengið fyrir það að vera heima hjá sér. Mér finnst að svipta hefði átt hann kjól og kalli. ÉG skil ekki hvernig kirkjan getur tekið þátt í svona gjörningi. Hann Gunnar hefur verið flæmdur frá þremur kirkjum, af sóknarbörnunum sínum? Er það ekki rétt hjá mér, fyrst frá Fríkirkjunni í Reykjavík svo var hann fyrir vestan og síðast á Selfossi.
Ég held að það þurfi að fara að endurskoða æviráðningar allskonar embættismanna hérna á Íslandi, óhæft fólk er á ofurlaunum vegna hvers? Vitlausra laga, þar hlýtur hundurinn að liggja grafinn.
Samkomulag við sr. Gunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Kolbrún.
Æviráðningar tíðkast reyndar ekki lengur og það er ástæðan fyrir því að hægt var að losna við manninn með 3 ára samningi. Hins vegar dregur biskupsstofa lappirnar í þessu máli eins og svo mörgum. Aðskilnað ríkis og kirkju strax!
Sigurjón, 7.11.2009 kl. 02:50
Totally, utterly, Pathetic! (með breskum hreim)
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.11.2009 kl. 03:59
Mér finnst nú biskup vera heldur "konfliktsky" í þessu máli og hafa látið Sr.Gunnar halda of miklu valdi. Þótt hann hafi verið sýknaður af kynferðisbrotum þá var hann sekur um skýlaust siðferðisbrot og ætti bara að vera þakklátur fyrir að vera ekki rekinn með skömm. En maðurinn er algerlega siðblindur og biskup meðvirkur.
, 7.11.2009 kl. 08:37
Ég ætla að segja mig úr þjóðkirkjunni. Endalaus peningaaustur til algjörlega óhæfs fólks og allt greitt með fé frá skattpíndum borgurum þessa lands.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.11.2009 kl. 13:31
Ég er hissa að þú sért ekki löngu búin...
Sigurjón, 10.11.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.