9.11.2009 | 01:07
Hefði ég átt heimangengt hefði ég mætt
Í rúm tuttugu ár hefur Ísland verið tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar. Markmiðið var að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Útkoman varð fjármálahrun á heimsmælikvarða sem almenningur á nú að borga fyrir.
Nýfrjálshyggjan hefur of lengi fengið að stunda tilraunir sínar, og tími er kominn til að leggja aðrar áherslur. Nú verður að endurreisa samfélög þau sem rústað hefur verið fyrir tilstilli óheftrar markaðshyggju. Setja verður bönd á fjármálastarfsemi, skattleggja hana í þágu félagslegs jafnréttis og setja samfélögum ný markmið í anda lýðræðis- og velferðarsamfélaga, þar sem manngildi og gegnsæi verði í hávegum höfð.
Líkt og nýfrjálshyggjan var skipuleg framsókn peningaaflanna til að ná hugmyndalegum yfirráðum þarf almenningur nú að skipuleggja sig til að sækja fram til gagnsóknar í þágu réttláts samfélags. "
Ég held að algjörrar uppstokkunnar á stjórnkerfi okkar Íslendinga sé þörf, það verður að koma spillingaröflunum frá völdum frekar fyrr en seinna. Við höfum ekki efni á því að reka núverandi stjórnvöld, vegna spillingarmála?? Er það ekki sannleikur??
Attac samtökin stofnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spillingin gerjast í hugum fólks og þeir (siðspilltu) leita uppi smugur sem gagnast þeim til auðgunar og valds,ósjaldan ólöglega. Þar með er hugmyndafræðin brennimerkt sem alvond,sem hún þarf ekki að vera.
Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.