Ég get sætt mig við lífskjararýrnun

Ef ég veit það að réttlæti ráði ferðinni í aðferðafræðinni.  Ef ég veit að þeir sem hæst hafa launin, borgi meira en ég sem er láglaunamanneskja.  Ég get sætt mig við lífskjararýrnun ef tekið verður til í stjórnsýslunni á sama tíma.  Ég vil ekki sjá spillingarliðið sitja hjá í þessarri lífskjararýrnun, eins og mér virðist ætlunin vera.  Ég vil sjá stórhækkaða fjármagnstekjuskatta, ef það eru einhverjir sem ennþá lifa án launatekna. 

 Hvar eru rannsóknirnar á svínaríinu staddar, er verið að stinga þeim undir stól og þagga þær í leiðinni?  Ég hefði viljað sjá skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á réttum tíma, en þar þurfti greinilega eitthvað að laga til.  Við máttum ekki sjá hvað spillingarliðið var fjölmennt eða eitthvað álíka svindl sem fólk í stjórnsýslunni tók þátt í. 

Ég vil að Alþingi okkar Íslendinga setji lög sem fyrst sem banna kennitöluflakk.  Ég vil sjá lög sem banna ákveðnu fólki að stunda viðskipti.  O.S.F.V 


mbl.is Viðurkenna lífskjararýrnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

arghh

Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2009 kl. 01:28

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Lilja Móses er að skora grimmt,enda afburða klár.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2009 kl. 02:16

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er viss um að kommastjórnin verðlaunar þig fyrir snilldarlegt blogg, Jóna.

"Ég vil sjá stórhækkaða fjármagnstekjuskatta"

Frábær hugmynd. Eins og ástandið er núna, stórgróði á öllum fyrirtækjum í landinu, mikil atvinna og lágir vextir er rétt að setja á bremsurnar. Fyrirtækin ganga jú svo vel og aðgangur að fjármagni svo greiður að rétt er að hvetja fólk til að fjárfesta frekar svart í útlöndum eða troða seðlunum bara í koddan sinn. Nóg er atvinnan, svo engin þörf er á að hvetja fólk til fjárfestinga í atvinnulífinu. Þar að auki eru vextir svo lágir áð það hlýtur að vera tímabært að minnka framboð á fjármagni svo að vextir hækki nú eitthvað. Hærri fjármagnstekjuskattur er þjóðráð til þess...

Afsakaðu öfugmælin, Jóna en ég velti því fyrir mér hvernig manneskja í landi þar sem alkul ríkir í efnahagsmálum skuli láta sér detta í hug að leggja til ráðstafanir sem eru til þess fallnar að hægja enn á ferðinni og ýta undir fjármagnsflótta...

Ég er sammála sumu sem þú segir, ég furða mig líka á því hversu seint gengur að rannsaka svínarríið og mér finnst að suma ætti að útilloka frá því að stunda viðskipti, í ljósi þess sem undan er gengið...

Hörður Þórðarson, 11.11.2009 kl. 04:05

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ríkið er helsti kennitöluflakkari landsins fyrst bankarnir og svo koll af kolli

Sigurður Þórðarson, 11.11.2009 kl. 05:22

5 Smámynd:

Ég er sko algerlega sammála þér hér. Jafnt skal yfir alla ganga.

, 11.11.2009 kl. 09:29

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sammála!

Þráinn Jökull Elísson, 11.11.2009 kl. 20:45

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í löndum þar eignafjölskyldur eru ekki í vinnu hjá fyrirtækjum sínum og nóg af hæfu starfsfólki  þá ráð vel rekinn fyrirtæki vel við að borga almennt góð laun, þökk hæfum stjórnendum.

Í litlum einkafyrirtækjum þá bregst ábyrgur þannig við ástandinu í dag að hann  borgar sér minni laun og greiðir niður lán á móti. 

Lifi ábyrgt einkaframtak. Fjöldasamkeppni.

Aðalverkefni EU er að stilla genið miðað við evrur, þá þar að ná niður launum og fasteignverði til skapa stöðuleika. Við eru búinn að samþykkja að greiða skuldir sem þýða um 30% skerðingu ráðstöfunar tekna.

Aukinn lágvara mun auka kaupmátt ásamt lægra fasteignaverði.  Þessir skattar mun líka þjóna þeim tilgangi að tryggja að meðallaun hækki ekki meðan verið er að koma stöðugleika á eða stilla gengið miða við evru.

Íslendingar eru ekki Guð almáttugur í augum EU. Allir vilja fá hærri laun og græða, allir yfirburða Íslendingar að eigin mati geta sóttum um vinnu þar sem skattar eru lægri. Á sömu forsendu og þeir sem hafa enga vinnu flytja úr landi.

EU hugsun ræður hér í krafti fjárfestinga. Það er voða erfitt í framkvæmd að skerða laun undir 300.000 kr. meira en komið er.

Við eigum að borga skuldir okkar í evrum og ekki græðum við þær á öðrum Meðlima-Ríkjum EU nema þau tapi.  Hér skortir skilvirkni hjá toppunum og þegar um vanhæfi er að ræða skiptir engu máli hvað þeim er borgað.

Á Íslandi er hefð fyrir því að þegar einkafyrirtæki skuldfestir sig hjá lánstofnum  þá breytist í yfirbyggingin í súperlaunþega og laun hinna lækka. Meðan fyrirtækið borgar svo vaxtaskattanna skilvísilega þá sér bankinn í fingur við það þótt óbeinir starfsmenn borgi sér laun úr meintum afskrifta taprekstri.

Hér gildir hinsvegar EU hlutafals hugsum í tekjuskiptingu í krafti aðildarumsóknar og skuldaviðurkenninga. Erlendir lánadrottnar gera öðru vísi kröfur um hlutfall yfirbyggingarkostnaðar miðað við veltu.

Súper starfsmenn yfirbyggingar í minna fyrirtæki sömu tegundar fá minni laun. Þótt bæði fyrir tækin borgi sömu grunnlaun samkvæmt lögun.

Yfirbyggingarlaun hér á mælikvarða EU er allt of há miða við frumstæðan einhæfan útflutning hráefna og fyrsta stigs grunnvinnslu þeirra.

Það er fullvinnsla og hæfnin til að hámarka gróðann af henni sem er mælikvarði á súper í EU. TD. farsímar. AN-ICE-MOBILE væri flott að vera framleiða milljón stykki á dag. Bretar er með minnst 6 risafullverkssmiðjur. 

Með réttum kryddum er hægt að sjóða niður í dósir allkonar fiskhráefni og dreifa út um allan heim.  Þá væri um AN-ICE-PROTEIN að ræða. Þar kemur ASÍA og AFRÍKA inn. Þetta er spurning að selja sem víðast og sem flestum sem flest logo. Láta ekki stórbróðir fylgjast of vel með sér. Mátt stórt gerir eitt stórt. 60 milljónir mannkyns tróna eftst í fæðukeðjunni út um allan heim. Ekki nema 5 milljónir í EU.

Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 00:09

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hörður Þórðarson, þú settir bara helming setningarinnar sem ég ritaði  inn í gæsalappirnar hjá þér "Ég vil sjá stórhækkaða fjármagnstekjuskatta, ef það eru einhverjir sem ennþá lifa án launatekna. "  Svona er öll setningin.  Ég tengdi þetta við örfáa auðjöfra sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum og borga ekki einu sinni útsvar.  Sem mér finnst ósanngjarnt.    Takk allir hinir :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.11.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband