21.11.2009 | 01:37
Útlenskt nafn á íslenskum banka
Ætli þetta útlenska nafn á bankanum eigi að laða að íslenska neytendur, eða útlenska? Ég skil ekki svona nafngift, fannst ekkert íslenskt nafn? Eitthvað tengt fyrri nöfnum bankans t.d Búnaðarbankinn eða Kaup- eitthvað banki? Hvernig voru hinar næstum þrjúhundruð tillögurnar að nafni bankans??
Kaupþing verður Arion banki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski hefði verið hægt að finna nöfn úr íslensku goðafræðinni? Þórsbanki? Týsbanki? Freyjubanki? Og mörg önnur íslensk nöfn, þannig finnst mér að standa hefði átt að nafngiftinni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2009 kl. 01:58
Þetta er svona galdra-galdra nafn, ætlað til þess að tæla útlenda fjárfesta að.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 21.11.2009 kl. 02:05
Nei,verðurað falla að næstu útrás. Mætti raða þessuam stöfum betur A-rion. Roni-A.
Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2009 kl. 02:08
Er ekki skárra að fela sig á bak við svona frekar "erlendis", órekjanlegt nafn
-úr því sem komið er ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.11.2009 kl. 07:10
Allt sem hefði innifalið "Ice, Kaup, -banki, Lands-" auk ALLRA annarra íslenskra orða/nafna útilokuð ef viðskiptin ættu að eiga sér stað lengra frá Reykjavík en Höfn í Hornafirði.
Eygló, 21.11.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.