Húsið er ekki bara enduruppbyggt

Það er líka búið að byggja stórt glerhýsi sem er nýbygging.  Húsið lítur vel út frá niðurgröfnu porti sem er austan megin.  Að vestan er búið að byggja risastórt glerhús yfir stiga.  Mér finnst sú bygging ekki hæfa húsinu, sú bygging sést vel á myndinni sem fylgir fréttinni.
mbl.is Uppgerð Ziemsen húss er lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta flokkast víst undir liðinn varðveisla gamalla húsa, þó svo það sé búið að skipta um hverja einustu spítu í gamla kofahróinu og byggja svo nýtískulegt glerhýsi utan á brakið. 

Þetta minnir svolítið á söguna um gamla hamarinn sem var á einhverju safni fyrir gamla muni. En einn gesturinn hafði orð á því að hann liti ansi vel út þrátt fyrir að vera orðinn 300 ára gamall. En skýringin var sú að það var búið að skipta 10 sinnum um skaft og 4 sinnum um hausinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 08:30

2 Smámynd:

Góður Rafn

, 6.12.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Eygló

Getur ekki verið að ég hafi séð þetta í sumar?!
E.S. var alveg jafn ömurlegt þá (glerskúrinn)

Eygló, 7.12.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband