Spennandi verður að sjá hverjir stjórna þessum fyrirtækjum

Ekki eru það einhverjir meðal Jónar úti í bæ?  Ekki hef ég trú á því að fólk sem rekur heiðvirð fyrirtæki stundi gjaldeyrisbrask.  Frekar trúi ég því að sama fólkið og olli hruninu hérna séu gerendur í þessum viðskiptum. 

 Og þeir einstaklingar sem nýttu sér gjaldreyrishöftin til þess að græða á þeim, eru ekki venjulegir íslenskir launamenn.  Sama spillingarliðið er ennþá að mata krókinn, allt í boði sitjandi stjórnar. 

Er fólk ekkert orðið langþreytt á þessu spillingarliði?  Svo stendur stjórnin vörð um þetta sama spillingarlið með skjaldborginni sem okkur fólkinu með verðtryggðu lánin var lofað í kosningarbaráttunni. 


mbl.is 57 milljarða gjaldeyrisviðskipti rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður held ég að þú hafir rétt fyir þér djöflarnir ganga lausir enginn hefur enn þurft að sæta ábyrgð

Sigurður Haraldsson, 8.12.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband