16.12.2009 | 02:32
Saga úr vinnunni minni
Á mánudagskvöldið var ég í vinnunni minni á barnum, það var frekar rólegt á Laugaveginum það kvöld. Þá kom á barinn Breti, hann var frekar hress og mjög skemmtilegur. Hann var kominn til Íslands til þess að skoða Norðurljósin. Ekki voru aðstæður til Norðurljósaskoðunar hagstæðar það kvöldið. Þessi Breti heitir David, og fórum við að ræða ástandið hérna á Íslandi og í Englandi líka.
Hann sagðist vera ættaður frá stað nálægt Cambridge og Ipswitch, og var hann einn sá fyndnasti Breti sem ég hef hitt. Hann var sérstaklega orðheppinn, þegar ákveðinn blindfullur Íslendingur tjáði sig.
En hann David sagði mér frá því að ástandið í Bretlandi væri ekki betra en hérna á Íslandi. Hann á son sem er í RAF sem er konunglegi Breski flugherinn og er sonur hans staddur í Afganistan. Sonur hans þurfti að kaupa sér búnað í Afganistan vegna þess að breski herinn skaffar hermönnunum sínum ekki réttann búnað (vegna sparnaðaraðgerða). Svo fór hann að tala um það hvernig breska félagsmálakerfið væri orðið svo misnotað að þegar þeir sjálfir (bretarnir) lenda í vandræðum fá þeir enga hjálp.
Við vorum 5 sem tókum þátt í þessum umræðum á barnum, og var það hin besta skemmtun. Það sem mér fannst mest áhugavert við þennan Breta að Ísland var 105 landið sem hann heimsækir.
Ég held að hann hljóti að vera atvinnuferðamaður, hann nefndi einhverja sjónvarpsstöð sem ég man ekki í augnablikinu hver er.
Athugasemdir
Ef ekki væru valdapíramídar, valdhafar og embættisgullrassar, væri sennilega ekki til óvild á milli þjóða. Davíð og þú er enn eitt dæmið.
Eygló, 16.12.2009 kl. 03:20
takk fyrir pistilinn, hann "Davíd" nær norðurljósunum í kvöld eða á morgun
Jón Snæbjörnsson, 16.12.2009 kl. 16:47
Jóna. Þú hefur kveikt samhygð hjá okkur, með Davíð þínum/okkar
Eygló, 16.12.2009 kl. 16:59
Það er víða til gott fólk sem byggir brýr milli þjóða og menningarheima. Það er verst hvað valdhöfum gengur illa að gera slíkt hið sama.
, 17.12.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.