26.12.2009 | 01:43
Það er órækt og niðurníðsla í VG
Flokkurinn hans Steingríms hefur sett niður. Hann gekk í bandalag með "búskussanum", þess vegna er allt í upplausn í þjóðfélaginu í dag. Hann vill samþykkja IceSlave án þess að skoða öll gögn sem liggja fyrir í dag, hann hunsar lögfræðiálit virtrar Breskrar lögfræðistofu. Enn þann dag í dag, eru gögn sem engir utan stjórnarherranna hafa séð, gögn sem tilheyra IceSlave.
Enn þann dag í dag ganga eigendur Landsbankans lausir og stjórnin hugsar um að semja við félag í eigu þeirra, stjórnarherrarnir hljóta að vera á launum annarsstaðar frá líka. Það getur enginn svikið almenning svona illa án þess að þiggja eitthvað að launum fyrir greiðann.
Svo vil ég sjá þingmenn SjálftökuFLokksins biðja okkur þjóðina afsökunar á gjörðum sínum undanfarna áratugi. Og líka þingmenn Framsóknarflokksins og Samspillingarinnar. Og líka Ólaf Ragnar Grímsson, hann tók líka rangar ákvarðanir fyrir hrunið.
Svo geta þeir farið að segja af sér í röðum, fólkið sem á beina aðkomu sem olli hruninu.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var sannað svart á hvítu á Wikileaks að stjórnin reyndi með sviksamlegum hætti að leyna almenning upplýsingum fyrir kosningar.
Breska lögmannsstofnan Mischon de Reya svarar Steingrími fullum hálsi en viðurkennir að hún eigi erfitt með að svara fyrir sig vegna trúnaðar en skorar á Steingrím að birta gögnin.
Sigurður Þórðarson, 26.12.2009 kl. 03:19
Flott færsla. Tek undir hvert orð.
Jólakveðjur að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.12.2009 kl. 13:11
Heyr heyr, hvernig getur maður skilið þessa umsnúninga með öðrum hætti? Þetta er hreint ótrúlegt á að horfa og innlimaðir VG liðar algerlega blindaðir af SJS glýju.
En kæra baráttusystir, vona að þú eigir afar gleðileg Jól :)
Baldvin Jónsson, 26.12.2009 kl. 13:39
hjartanlega sammála ...
Birgitta Jónsdóttir, 27.12.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.