Hvunndagshetja lætur lífið

Hann Guðmundur Sesar var enginn venjulegur maður.  Hann er einn af íslensku hvunndagshetjunum, hann barðist við handrukkara og kerfið.  Hann hætti eigin lífi þegar hann ákvað fyrir nokkrum árum að berjast við handrukkara og neita að borga fíkniefnaskuldir, sem voru tilkomnar vegna neyslu dóttur hans.   Ég ber virðingu fyrir svona alvöru mönnum, hann var hetja og baráttumaður fyrir réttlæti.  Blessuð sé minning hans. 
mbl.is „Þá skaltu líka lifa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þetta var einstök saga um hugrekki og ást og ég var klökk eftir lesturinn. Það er svo sannarlega satt að Guðmundur Sesar var mikill maður. Blessuð sé minning hans.

, 27.12.2009 kl. 04:15

2 Smámynd: Eygló

Átakanleg frásögn sem lætur mann ekki ósnortinn.

Eygló, 27.12.2009 kl. 05:55

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Jóna Kolbrún hann var hetja þessi maður og stóð greinilega við það sem hann sagði. Blessuð sé minning hans,megi hann hvíla í friði.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.12.2009 kl. 10:11

4 Smámynd: Ragnheiður

Hann var magnaður maður !

Ragnheiður , 27.12.2009 kl. 20:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég man eftir þessum manni og baráttu hans við handrukkara og glæpamenn sem herjuðu á dóttur hans.  Blessuð sé minning hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband