Ég hef verið þjófkennd tvisvar á sama degi

Fyrst í Áfengisverslun Ríkisins hérna á Seltjarnarnesi, ég skrapp seinnipartinn og keypti mér nokkra bjóra á gamla verðinu.  Þegar ég er að ganga út úr áfengisversluninni, eftir að hafa borgað bjórinn, gengur maður að mér og biður mig að koma með sér afsíðis.  Ég hugsa hvað ætli manninn vanti?  Ég var algjörlega grunlaus.  Maðurinn sagðist hafa séð mig stinga áfengispela í vasann.  Inni á lagernum fór ég úr úlpunni minni, þar sem maðurinn mátti ekki leita á mér. 

Hann þuklaði úlpuna mína allstaðar, ég sá samt að hann trúði ekki sínum eigin augum og höndum.  Að sjálfsögðu fann hann engann pela.  Samt sagðist hann hafa séð mig stinga pelanum í vasann!!!  Ég hef aldrei verið niðurlægð svona áður.  Svo sleppti hann mér, honum fannst samt að ég væri þjófur ég sá það á svipi hans.  Ég þurfti að ganga í gegnum áfengisverslunina alein, ég fór aftur í gegnum röðina þar sem ég borgaði áður.  Og sagðist ég hafa verið tekin afsíðis af yfirmanni í versluninni. 

Svo þegar ég kem heim úr vinnunni minni í kvöld sé ég að ríkisstjórnin hefur líka þjófkennt mig, ég á að borga fyrir þjófnað sem Björgólfarnir ásamt öðrum Landsbankamönnum frömdu.  En ég er nógu góð til þess að borga fyrir það með skertum lífskjörum næstu áratugina.  Helvítis, fokking, fokk.   Ég er alveg brjáluð!!!


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ææ.....HFF

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2009 kl. 01:25

2 identicon

Það er fátt erfiðara en að vera hafður fyrir rangri sök.... ef það er eitthvað sem vekur í mér reiðan eld, þá er það ranglæti... ég sé að þú hefur fengið tvöfaldan skammt í dag !

En þá getur morgundagurinn einungis orðið betri dagur :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:51

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Merkileg tilviljun, Jóna nafna. Ég lenti líka í tveimur óhöppum 30. des. Í fyrra skiptið var "dúndrað" aftan á bílinn minn en það seinna þegar ríkisstjórnin "dúndraði" á seðlaveskið mitt. Ég er sömuleiðis alveg brjáluð... :)

Kolbrún Hilmars, 31.12.2009 kl. 01:51

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Jóna: Velkomin í hópinn, og vertu viss um eitt þú ert ekki ein um þessa tilfinningu.

Magnús Jónsson, 31.12.2009 kl. 01:53

5 identicon

Sæl Jóna.

Ég hefði ekki farið út úr áfengisverslunninn ÁN SKAÐBÓTA, það er venjan ALLS STAÐAR í verslunum, ef að þeim verður á í þessum efnum . Ég hef lent í þessu líka  að vísu ekki í áfengisverslun. En mér voru boðnar bætur fyrir mistökin , sem og ég þáði. að sjálfsögðu, eins og ég þarf að standa skil á ef að ég TEK eitthvað ófrjálsri hendi. En óþægilegt er þetta ferli !

Vonandi verður síðasti dagur ársins betri hjá þér.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samveruna á blogginu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 02:07

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér þykir verst að hafa ekki beðið um aðstoð lögreglunnar, þá hefði ég sloppið með skrekkinn.  En núna veit ég að þessi yfirmaður mun alltaf sjá mig sem þjófinn sem stakk pelanum í vasann, svo fannst enginn peli við leitina.  Ég mun líklega snúa viðskiptum mínum annað en í ÁTVR á Eiðistorgi, þegar ég kaupi mér bjór. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2009 kl. 02:33

7 Smámynd: Eygló

Jóna, í raun ættirðu alls ekki að vera reið (er að tala um ÁTVR, hitt er þyngra en að ég geti rætt það) þú ættir að vera stolt; þú ert heiðarleg og þessum manni varð illilega á og mér sýnist hann ekki hafa séð að sér.

Ekki væri skárra að leitað yrði á manni og eitthvað fyndist :)

Annars hafa snilldarþjófar lætt ýmsu smálegu í tösku viðskiptavina, látið þá fara með í gegn, taka skellinn ef hann verður, og eiga svo létt með að stela því af viðkomandi. Snillingarnir eru víða, kannski bara misstórtækir.

Eygló, 31.12.2009 kl. 04:24

8 Smámynd: Rannveig Sigurðardóttir

Jóna mín, þú ert nú sú síðasta sem ég myndi gruna um þjófnað.

Láttu leiðrétta þetta, ekki gefa þeim þann séns að niðurlægja þig svona.

Þú átt alla mína samúð.

Kveðja.

Rannveig Sigurðardóttir, 31.12.2009 kl. 08:22

9 Smámynd: Sigrún Óskars

ömurlegt að lenda í þessu - vona að hann hafi beðið þig afsökunar þessi maður.

Björgólfarnir eiga aftur á móti ekki eftir að biðja þig afsökunar á sínum þjófnaði.

Hafðu það gott um áramót

Sigrún Óskars, 31.12.2009 kl. 11:03

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Leiðinlegt og niðurlægjandi fyrir þig Jóna sómakona. 

Ef þetta hefði gerst í henni Norður-Ameríku, þá hefðir þú dottið í lukkupottinn!  Þú hefðir ráðið þér lögfræðing upp á 40% skipti, og hann hefði náð 10-15 árslaunum í skaða og miskabætur fyrir að vera ásökuð ranglega og með þessum niðurlægjandi hætti.

Gleðilegir og kærleiksríkir nýjir tímar kæra bloggvinkona!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.12.2009 kl. 13:32

11 Smámynd: Agla

Ísland sem Leikhús fáranleikans??

Atriðin eru orðin mörg.

Leikendur eru m.a. íslenskir fjármála, stjórnmála og viðskiptasnillingar á alþjóðamælikvarða, auk ýmsra háttsettra embættismanna landsins og nú bætist við úlpuklædd kona sem skrapp í "Ríkið" í skammdeginu til að kaupa sér nokkra bjóra til að eiga á Gamlárskvöld meðan Forseti landsins ruggaði sér við arininn á Bessastöðum og þyldi á ensku "To sign or not to sign? That is the question!"!

Gleymdu þessum starfsmanni Áfengisverslunarinnar!

Gott ár!

Agla, 31.12.2009 kl. 16:19

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þú hefur aldeilis ratað í raunir stúlka,þetta er ógeðfellt.Af því ég er að koma úr Gamlársveislu,með bjór í hendi,má ég til með að trúa þér fyrir því,að skap mitt hefði hleypt öllu í bál og brand þarna í versluninni.   Koma afsíðis! hvað?  Stela,pela og fela,þetta rímar líka við að kela,sem mér datt nú fyrst í hug í frásögninni.    Gleðilegt ár! Jóna mín Kolbrún,gott nýtt ár.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2010 kl. 04:27

13 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Láttu ekki þennan lúða sleppa. Kærðu hann. Hann hefði bara gott af að verða niðurlægður.

Sigurður Sveinsson, 2.1.2010 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband