2.1.2010 | 02:40
Hversu stór hluti kosningabærra manna eru 59.679
þegar þetta er skrifað eru 59.679 manns búin að kjósa á indefence.is . Það væri spennandi að vita hversu stór hluti kosningabærra manna það er. Þegar maður hugsar málið aðeins, þá hugsar maður t.d. svona "ef hann samþykkir lögin! hvað þá? Svo líka "ef hann samþykkir lögin ekki" hvað þá? Ætli hann þori að skrifa undir? Ætli hann þori ekki að skrifa undir? Hvað ræður för hjá Ólafi Ragnari Grímssyni? Ég hlakka til þess að sjá það, og útskýringarnar hversvegna hann gerði eins og hann gerði.
Áskorun afhent í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhverjir eiga eftir að upplýsa hversu mörg prósent kosningabærra manna það er.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2010 kl. 03:10
201 þúsun voru á kjörskrá við alþingiskosningarnar í yfyrra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 03:22
Nei 228 þúsuns, en 201 árið 1999!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 03:24
Þetta eru allavega 20% allrar þjóðarinnar, sem skrifa þarna undir. Eitthvað nálægt 30% kosningabærra. Hærra hlutfall en nokkur flokkur hefur á bak við sig. Það voru komin 60.000 nákvæmlega kl: 08:40.
Enn er tími fram á 11. Í Sviss arf aðeins 50.000 undirskriftir til að hnekkja lögum eða fá þjóðaratkvæði, sama hvert málefnið er. Þetta jafnast á við 1.500.000 undirskriftir í þeirra samhengi, svo ég er nokk viss um að við erum að nálgast heimsmet.
Ef þetta verður hunsað, þá er bara að dusta rykið af heygafflinum og kyndlinum og byrja á að hreinsa út eina ferðina enn.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 08:50
Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".
Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:30
Það er alltaf reynt að tala niður það sem gert er. Ég vona að forsetinn okkar geri það sem honum ber hafna því að skrifa undir. Og við fáum að kjósa um málíð allt annað er svindl og skekking á lýðræðinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 12:51
fann þetta
Á kjörskrá í apríl á síðasta ári voru 227.896 kjósendur af þeim hafa 56.089 manns skráð sig á undirskriftarlista sem hefur verið virkur á netinu í allnokkurn tíma
Gleðilegt ár og takk fyrir samskiptin á árinu sem er nýliðið :)
Ragnheiður , 2.1.2010 kl. 21:05
Þetta eru rétt rúm 24.6% kosningabærra manna.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:25
Það hlýtur að mega leyfa 16 - 17 ára krökkum að kjósa á Indefence, fyrst börn allt niður í þriggja ára gátu fengið tugi milljóna kúlulán.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:40
Og eiga í þokkabót að borga þessar skuldir.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.