Ég er ekki þjóðin

Björn Valur Gíslason talar niður til okkar sem skrifuðum undir þessa áskorun  og niður til Ólafs Ragnars Grímssonar.  Það er náttúrulega vitað að ekki voru kannski allir sem á þessa undirskriftalista rötuðu með kosningarrétt.  En nógu margir voru þeir, og það mark takandi á því. 

Mér finnst það bara ágætt að Ólafur Ragnar hafi tekið sér smá tíma til þess að hugsa málið.  Ég er samt svartsýn á það að hann neiti að staðfesta lögin.  Ég held að þori ekki að standa á móti stjórninni, sérstaklega þar sem hann er gallharður vinstri maður.  Kannski hefur það breyst í áranna rás en ég held að hann sé gunga og geri eins og stjórnin segir honum að gera. 


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru nú nokkrir InDefencemenn úr röðum V.G. og minnsta kosti 2 þingmenn sem vilja þjóðaratkvæði.

Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2010 kl. 03:38

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ólafur Ragnar er heiðvirður maður með mikla reynslu og hann mun ekki gera það mistök að hafna frumvarpinu. Hann skrifar undir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2010 kl. 05:31

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

var hann ekki búinn að skrifa undir í haust þegar hann tók það fram að fyrirvararnir sem stjórnarandstaðan og inDefence hópurinn komu inn í lögin væru ástæða þess að hann skrifaði undir.

Ef hann skrifar undir núna þá er hann endanlega búinn með það litla sem eftir var af trúverðugleikanum - ef eitthvað var þá eftir.

Hann á jú sinn stóra þátt í útrásinni

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.1.2010 kl. 07:12

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mér finnst að virða eigi skoðanir okkar allra, með eða á móti og finnst sorglegt hvað er komin mikil reiði og skítkast í umræðuna. Heilu fjölskyldurnar loga af "með eða á móti" umræðu. Ég er hræddust við hvað umræðan veldur miklum klofningi.  Isesave er orðið eins og Íslendingasög!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 07:49

5 Smámynd: Sigurjón

Ólafur Ragnar er heiðvirður maður með mikla reynslu og hann mun ekki gera þau mistök að samþykkja lögin. Hann skrifar ekki undir.

Sigurjón, 3.1.2010 kl. 10:08

6 Smámynd: Eygló

Jóhanna Magnúsdóttir: Þarna ertu komin með þetta > Icesaw

Eygló, 3.1.2010 kl. 15:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við skulum bara bíða og sjá hverju framvindur og taka svo á málum, þegar það kemur í ljós.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband