Endurreisnin í fullum gangi

Ólafur Ólafsson heldur Samskipum eftir endurskipulagningu.  Jón Ásgeir á eftir að fá Haga á tombóluprís, Björgólfur Thor og hans fyrirtæki verða endurreist með almannafé eins og hin fyrirtækin.  Gamla Ísland verður alveg eins og fyrir hrun, nema að bankarnir verða ekki einkavinavæddir aftur. 

Ég held að sitjandi stjórn þori ekki að einkavinavæða bankana aftur.  Það er betra að hræða fólk til þess að samþykkja IceSlave eins og flestir útrásarbarónar ætlast til.  Það er ekki hagur útrásarbarónanna að fella IceSlave samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars.  Það virðist vera hræðsluáróður í gangi sem hræðir fólk til þess að kjósa með IceSlave.  Vonandi lætur fólk ekki blekkjast af áróðri stjórnarinnar og gæðinga hennar. 

 


mbl.is Ólafur heldur Samskipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bíddu bara þeir einkavæða bankana aftur selja þá þeim sem keyptu með platpeningum allavega var það svo um Landsbankann sem var aldrei greitt fyrir en öllu stolið úr honum.

Sigurður Haraldsson, 28.1.2010 kl. 01:49

2 Smámynd: Eygló

Eigandi (fv.) Kraftvéla - er búinn að fá fyrirtækið aftur - "keypti" það á "sanngjörnu" verði.

Eygló, 28.1.2010 kl. 02:06

3 identicon

Hæ, Jóna kolbrún.

Nú er vá fyrir dyrum !

Á þetta virkilega að gerast svona, ég ætla bara ekki að trúa því að því óreyndu.

Ég óttast meiriháttar læti í þjóðfélaginu.... ef að glæpamennirnir fá að starfa áfram.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 02:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ÉG heyrði í fréttum í gær að eigendur Kraftvéla hefðu fengið fyrirtækið á 30% af verðgildinu,  samt var skilyrði að selja ekki undir 50% af verðgildi tækjanna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2010 kl. 02:31

5 Smámynd: Sævar Einarsson

"Arion banki segi að engar skuldir hafi verið afskrifaðar." HAHAHAHAHAHA váááááááááá hvað bankastjórafíflin halda að Íslendingar séu mikil fífl ... ehemm við erum fífl sorry ! ætlum við að nöldra um þetta netinu eða ætlum við að GERA EITTHVAÐ !!!!

Sævar Einarsson, 28.1.2010 kl. 02:37

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kraftvéla, er það Ævar Þorsteinsson?

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2010 kl. 03:20

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eins og sannir trúir íslendingar höldum við áfram að borga okkar skatta og gjöld eins og lagt var upp með - ekkert gefið eftir hér

jú þetta er Ævar Þorst

Jón Snæbjörnsson, 28.1.2010 kl. 08:02

8 Smámynd: Aliber

Samskip fóru aldrei á hausinn og engar skuldir afskrifaðar. Hvað er vandamálið?

Ég missi ekki húsið því ég borga skuldir mínar, er það fréttnæmt? 

Aliber, 28.1.2010 kl. 09:08

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er allt við sama heygarðshornið.  Þessi stjórnvöld eru ekki hótinu betri en hin fyrri, enda SAmfylkingin annar hrunflokkanna við völdin ennþá með hækju sem kallast Vinstri græn.  Þetta er að verða óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2010 kl. 09:16

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Ásthildur þetta er óþolandi, hér fá útrásarvíkingarnir að stofna önnur félög til að kaupa félög sem þeir skuldsettu til helvítis og greiddu sér út arðgreiðslur fáránleikans og fá svo að kaupa fyrirtækið aftur fyrir slikk og við borgum brúsann(afskriftir bankanna), því getur almenningur ekki gert svona sjónhverfingar líka ? Það vildi ég óska að ég gæti skipt um kennitölu og keypt það sem ég átti á slikk eftir að bankinn er búinn að afskrifa flest sem ég skuldaði honum.

Sævar Einarsson, 28.1.2010 kl. 12:09

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Aliber,Kjalar var áður eigandi um 90% hlutar í Samskipum sem er gjaldþrota í dag og það gjaldþrot skiptir hundruðum milljarða króna. Að fyrrverandi eigendur Kjalar geti stofnað annað félag og keypt Samskip aftur er með öllu fáránlegt ! svo segir þú að Samskip hafi aldrei farið á hausinn ? virkar svona sjónhverfingar á þig ? ef svo er, þá er ég með viðskiptahugmynd, til í að fjárfesta ? Hún er svona: Ég ætla að stofna Fjalar hf og leggja fram eina milljón krónur úr eigin vasa og stofna svo Malar hf og læt það kaupa 90% í Fjalar hf á yfirverði svo hlutabréfin rjúka upp og þessir sem eiga smá sparifé sjá að hér sé gróðrarvon og fjárfesta í Fjalar hf. Svo lánar Fjalar hf 1 milljarð til Malar hf og greiðir svo hluthöfum út 25% arð, litlu kallarnir fá klink en þessir stóru milljarða, svona gengur þetta í hring í nokkur ár, önnur skúffufyrirtæki eru stofnuð og keypt og selt á víxl og svo *púff* Fjalar hf gjaldþrota og Malar hf fara í mál við Fjalar hf og bla bla bla bla, svona er þetta íslenska viðskiptamódel, byggt á sandi.

Sævar Einarsson, 28.1.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband