Hækkun fasteignagjalda

Í fyrra voru miklar tilfærslur á fasteignagjöldum aðallega til hækkunnar.  Ég bý á Seltjarnarnesi og hækkuðu mín fasteignagjöld u.þ.b 30%. Þegar fasteignamatið er orðið hærra en verðgildi íbúðarinnar þá er eitthvað mikið að.   Mér finnst þetta ósanngjarnt, launin mín hafa staðið í stað í marga mánuði.  Afborganir af húsnæðistjórnarlánunum mínum hafa líka hækkað verulega.  Og að ég tali ekki um lífeyrissjóðslánið, þar eru ekki minni hækkanir á afborgunum. 

 Það verður erfiðara og erfiðara að standa í skilum með allt sitt.  Vonandi verða fasteignagjöldin aðlöguð lækkuðu fasteignaverði.  Annað er ekki sanngjarnt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þar er ég þó sammála. Fáránlegt að horfa á fasteignamatið hækka á sama tíma og íbúðaverðið lækkar. Ekki séns að ég geti selt íbúðina mína á fasteignamatsverði.

, 19.3.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband