Er ekki kominn tími á það að fræða okkur lýðinn?

Ég held að það væri ráðlegt að Eldfjallafræðingar, jarðfræðingar og jarðskjálftafræðingar fari að fræða okkur lýðinn hvað sé í gangi.  Allavega fræða okkur um viðbrögð við jarðskjálftum, og hvað geti verið í gangi í jarðskorpunni. 

Þessir stóru skjálftar sem skekið hafa jörðina undanfarna mánuði og ár, eru stærri og fleiri en við eigum að venjast.  Ég hef verið á skjálftavaktinni undanfarin ár, ég skoða daglega  www.hraun.vedur.is  

 Ég hef undrast það í gærdag að margir klukkutímar liðu án þess að einn einasti jarðskjálfti væri skráður, svo kom skjálfti sem var í kringum 3.5 og aftur varð margra klukkutíma kyrrð.  Hvað er eiginlega í gangi?  Þurfum við að hafa áhyggjur? 


mbl.is Ótti greip um sig vegna jarðskjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Samkvæmt fjölmörgum heimildum þá er eitthvað mikið að fara ske og gætir kynnt þér spádóma frá svo mörgum heimshornum, sögur frá amerísku indjánunum og Mayans svo eitthvað sé nefnt. Hljóta vera góðar ástæður fyrir því að eyða haug af pening í neðanjarðar hella í sífreði á Svalbarða og hafa komið fyrir þar fræjum frá öllum heimshornum sem geta nýst manninum ef eitthvað fer úrskeyðis. Við almenningur eigum bara að vera á need to know basis and we dont need to know.

Tómas Waagfjörð, 10.4.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband