Að þekkja sinn tíma

Það er greinilega eitthvað sem Bjarni Benediktsson þekkir ekki.  Hans tími er liðinn, sama á við um Tryggva Þór Herbertsson og ýmsa aðra flokksbundna Sjálftökumenn.  Óli Björn Kárason er líka á þessum lista um fólk sem þarf að þekkja sinn tíma, við viljum ekki sjálftökufólk inni á Alþingi, alls ekki. 

Burt með allt þetta lið, fólkið sem þáði mútur frá fyrirtækjum og útrásarbarónum, burt með alla spillingu af Alþingi, fyrr verður ekki hægt að segja hið háa Alþingi aftur.  Sama á við Samspillingarliðið, fólk sem situr á Alþingi í skjóli Baugs, Jóns Ásgeirs og annarra útrásarbaróna...  

Núna þarf að setja ný markmið, nýtt fólk á Alþingi.  Fólk sem er ekki skuldbundið fjármálaöflunum, vegna mútuþægni...  Við viljum sjá nýtt Ísland sem er laust við spillingu. 


mbl.is Bjarni vill fá nýtt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ráðsi

Ég sem Sjálfstæðismaður......verð að taka undir þetta.

Ráðsi, 21.4.2010 kl. 09:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef líka verið sjálfstæðismaður.......... tek líka undir þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég er svo sannarlega sammála.  Þetta lið á að sjá sóma sinn í því og hverfa af þingi tafarlaust.

Var samt að velta því fyrir mér, skyldu þeir þingmenn sem nú þegar hafa dregið sig í hlé frá þingstörfum fá laun?  Það væri nú gaman að vita það.

Á þetta lið ekki rétt á einhverjum endalausum biðlaunum, þótt það hafi engan veginn staðið sig í sínum störfum sem þingmenn.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 21.4.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband