Mín kisa er bara hirðusöm

Þessi köttur í myndbandinu er þjófóttur, brýst inn hjá fólki og stelur eigum þeirra. 

Ég á kisu sem er hirðusöm, hún hirðir bara það sem hún finnur á víðavangi.. 

Til dæmis, vinnuvettlingar sem liggja á glámbekk í görðum fólks, og allskonar fatnað sem liggur í görðum fólks eða á gangstéttunum. 

Einu sinni var ég með 8 pör af vinnuvettlingum úti á tröppum hjá mér, hún fer tvær ferðir fyrir pörin.  Svo hefur hún fært mér, húfur, sokka, plastpoka, dagblöð, og allskonar drasl.

Í hvert skipti sem hún gefur mér gjöf, heyri ég í henni langar leiðir.  Það er eins og ungabarn gráti þegar hún er að færa mér dót....

Kisan mín heitir Rúsína, og er hún að verða 7 ára í sumar, hún hefur gert þetta síðan hún var kettlingur.

Því miður færir hún mér einstaka sinnum fugla, og einu sinni fékk ég lifandi mús.. 

http://www.ii2.org/user.php?nick=huxa&s=images&img=7861860    Mynd af Rúsínu með músina sem var sprellifandi og ómeidd...


mbl.is „Fingralangur" kisi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég verð nú að segja að hún Rúsína þín er óvenjulega hirðusöm. Hef aldrei heyrt af slíkri snyrtimennsku hjá köttum.

Reyndar er ég frekar vön því að hefðarkötturinn Betúel dragi björg í bú. Fjaðr- og ferfætlingar lenda oft í kjafti hans, þrátt fyrir að við hann séu festar nokkrar bjöllur - og þeim fjölgar eftir því sem líður á sumar.

N.B. Hann á 14 ára afmæli í dag og er alltaf jafn sprækur.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 19.2.2011 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband