Nýlegur landnemi, og frekar ógeðfelldur

Fyrir tveimur vikum síðan tóku dætur mínar eftir einhverju skrítnu úti í garði hjá mér.

Dóttir mín spurði mig hvort ég hefði eitrað fyrir fíflunum í garðinum, flestir fíflarnir voru með svartan hring niður við grasvörðinn.

Ég tók mynd af þessu og sendi fyrirspurn á Fésbókinni, innan stundar var svarið komið. 

pöddur 002

Svarið var Fíflalús, fannst víst hérna á Íslandi fyrir 4 eða 5 árum síðan. 

Upp úr miðjum ágúst má ég eiga von á því að lýsnar fari að skríða upp húsið hjá mér, og út um allt.

Oj bara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætli þær lifi nokkuð nema á Fiflunum,ógeðfellt,kanski Ásthildur kunni á þessu skil. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2012 kl. 10:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef aldrei heyrt um þessi dýr, vonandi breiðast þau ekki hratt út.  En það er viðbúið með hlýnandi veðri að svona vágestir verði tíðari, við höfum verið blessunarlega laus við marga slíka einfaldlega vegna stuttra sumra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband