Í gamla daga var þetta ekki svona

Þá fóru ungmenni í bæinn, niður á Hallærisplan og þar var drukkið, og djammað.  Þá hefði engu ungmenni dottið í hug að leigja sal eða hús til þess að detta ærlega í það.  Þá var bærinn fullur af unglingum um hverja einustu helgi, og þá var rúnturinn líka bíll við bíl fram á morgunn um helgar. Hefur unglingadrykkja ekki dregist saman undanfarin 15 ár?  Núna eru það eiturlyfin sem unglingarnir sækja í, sem er miklu verra en drykkjan ein og sér.  Ég hef smá yfirsýn, þar sem ég hef unnið á bar undanfarin 11 ár.   Margir dópistar sem ég kannast við, þá er ég að taka um fólk á mínum aldri.  Er í miklu verri málum en þeir sem bara hafa drukkið.  En með þessari færslu er ég ekki að mæla með drykkju ungmenna.  Öll neysla er af hinu vonda, líka reykingar. 
mbl.is Ólöglegt partí fékk snöggan endi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nýji Snorri

Þá var engin Bjór seldur

Nýji Snorri , 21.2.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband