Dökkar horfur.

Ekki hlakka ég til næstu mánaða eða ára.  Ég er láglaunamanneskja og þoli varla meiri kjaraskerðingu en nú hefur orðið.  Ég veit ekki hvernig ég á að spara meira en ég hef gert þennan mánuð.  Ég vona bara að ég og börnin mín þurfum ekki að svelta eða missa íbúðina okkar.  Ég vona að hagsmunasamtök heimilanna vinni vel fyrir okkur sem erum skráðir í þau.  Ég hef í rauninni ekki efni á því að borga meira í lán og framfærslu barnanna minna.  Núna þarf að sækja það fé sem útrásarbarónarnir hafa skotið undan og fært á skattaskjól, þar sem þau er að finna.  Helst á morgun eða hinn daginn í síðasta lagi. 
mbl.is Dökkar horfur, segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er skelfingin ein

Hólmdís Hjartardóttir, 23.2.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir hljóta að skila okkur þessum peningum, þessar elskur hff

Sigrún Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 09:33

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Horfðu á hina hliðina. Með hverjum mánuði styttist í að allt lagist. kv

Helga R. Einarsdóttir, 23.2.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta lagst ekki af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að þetta verði lagað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 15:02

5 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Því miður verður mest kroppað af þeim sem ekkert hafa og þeir byrja á því að skerða allt sem snýr að litla manninum... öldruðum, öryrkjum og láglaunafólkinu.  Ríku karlarnir munu því miður sleppa.

Emma Vilhjálmsdóttir, 24.2.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband