Kisan mín át bolta

Eða kannski gleypti í heilu lagi.  Hún Rúsína mín varð mjög veik, át hvorki né drakk í nokkra daga.  Þegar ég fór með hana til dýralæknis og í röntgenmyndatöku kom í ljós járnhringur, ekkert annað sást.  Ég ákvað ásamt dýralækninum að láta skera hana upp.  Við uppskurðinn kom í ljós frekar stór teygjubolti sem haldið er saman með járnhring.  Hún Rúsína var sem betur fer fljót að jafna sig eftir þessa raun.  Í dag er hún að verða 5 ára gömul, þetta gerðist fyrir 3 árum. 


mbl.is Hundur étur hund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Falleg er hún rúsínan þín

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband