Ég las bloggfærslu ´fórnarlambsins´

Mér varð um og ó þegar ég las bloggfærslu konunnar sem fyrir árásinni varð.  Hún var bara að sýna ábyrgð þegar hún sá hund sem var kvalinn, hún ákvað að skipta sér af dýraníði...  Fyrir þessa framgöngu er hún lamin og niðurlægð.  Ég var mest hissa á því að ofbeldisfólkið hafi hringt sjálft á lögregluna, vonandi verður þetta mál afgreitt af sanngirni og með hag dýrsins sem konan reyndi að koma til bjargar.  

 Ég þori ekki að fara með minn hund út á Geirsnef, vegna endurtekinna árása óuppalinna hunda á minn hund.  Svo hefur minn hundur einu sinni verið óþekkur þar, þá voru bara tveir hundar þarna, og minn stökk frá mér og börnunum mínum og þurftum við að sækja hann og teyma hann að bílnum mínum..   Síðan þá hef ég ekki farið með hundinn minn út á Geirsnef.  


mbl.is Kæra hvor aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Legg til að allir rói sig niður og bíði átekta í þessu máli.

Þetta gæti huganlega verið "Annar í Lúkasi".

Bkv.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 04:21

2 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Slaaaaaaaaaaka!

Róbert Þórhallsson, 10.9.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Maelstrom

Það hringdi inn kona á FM957 í morgun.  12 ára dóttir hennar var á sjónavottur á staðnum og þessi blogfærsla er víst MJÖG einhliða frásögn.  Blogkonan var sú sem mesta sök á í málinu.

Maelstrom, 10.9.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Valsarinn

Maður veit aldrei með svona, hvor sagan er sönn né neitt - það er náttúrúrulega til fullt af mjög sjúku fólki þarna úti - svo tek ég lítið mark á hlutum sem koma fram í gegnum fm957...

Búinn að lesa sögu fórnalambsins og sú saga er sláandi en hvernig sem þessi saga fer þá er alröng aðferð að siða til hunda með beinu ofbeldi! Og hver  sá hundaþjálfari sem mælir með þeirri aðferð er á kolrangri hillu!

Valsarinn, 10.9.2009 kl. 11:37

5 identicon

Mealstrom : Vel kann að vera að frásögn fórnarlambsins sé mjög einhliða. Það breytir ekki þeirri staðreynd að dýraníð og ofbeldi gegn samborgurum okkar á ekki rétt á sér undir neinum kringumstæðum. Eftir því sem kemur fram í frásögn meints fórnarlambs gengu þrír fullorðnir einstaklingar í skrokk á henni á henni.  Ef satt reynist er það algerlega óafsakanleg framkoma.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: Maelstrom

Það er einmitt málið.  Skv. konunni sem hringdi á FM957 þá var það bloggarinn sem réðist á dótturina.  Hún gekk s.s. í skrokk á konunni til að siða hana til.  Bróðirinn gekk síðan á milli og hélt þeim aðskildum.

Það verður gaman að sjá hvor hliðin á málinu er rétt því að var víst alveg sægur af vitnum að atburðinum.

Maelstrom, 10.9.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband