Erfiður landsfundur í væntanlegur

Þar sem ég er vog á ég erfitt með ýmisskonar ákvarðanir.  Ég ætla samt að mæta á landsfund Borgarahreyfingarinnar á laugardaginn kemur og taka þar ákvörðun sem ég er ekki búin að gera núna.  Ég skráði mig í Borgarahreyfinguna þann 9. mars í vor, þegar ég var orðin algjörlega fráhverf Sjálfsstæðisflokknum sem ég hafði kosið undanfarin 30 ár. 

Ég á alveg eins von á því að ég segi mig úr Borgarahreyfingunni eftir landsfundinn, þar sem ég þoli ekki rifrildi og erjur.  Ég reyni að taka ekki þátt í þannig athöfnum.  Ég held að ég hafi aldrei rifist við neinn, frá því að ég fæddist.  Ég ætla ekki að fara að byrja á því á gamals aldri. 


mbl.is Borgarahreyfingin sem grasrótarafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Það verður bara að hafa gaman af þessu og vona hið besta Jóna. Og þegar sumir tala um rifrildi vilja aðrir meina umræður, misjafnlegt hvað fólk talar hátt

Gleymum ekki að kosið verður um tillögur og við erum öll fær um að vega þær og meta. Ég mun kjósa um það sem ég tel að sé best fyrir hreyfinguna, það sem mun hjálpa henni að þroskast og eflast.

Sjáumst !

Lilja Skaftadóttir, 10.9.2009 kl. 02:52

2 identicon

Við fylgjum því sem hjartað segir okkur, Jóna. Hvort sem við erum vog eða ljón... Sannfæringuna getur enginn tekið frá okkur, en samstöðuna er auðvelt að rjúfa, með karpi, kvabbi - eða aðgerðarleysi.

Skorrdal (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 03:12

3 Smámynd:

Sammála Skorrdal Jóna.

, 10.9.2009 kl. 10:23

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hæ hæ

Þetta verður örugglega fjörugur fundur og ég vona að góð niðurstaða náist. Ég veit ekki hvort ég kem, enda er ég úr þeim parti sem tilheyrir þjóðinni og þeim sem læt mig málefnin varða en ekki skráður meðlimur í hreyfingunni. Finnst nefninlega að allir eigi að hafa aðgang að hreyfingu sem er fyrir þjóðina án þess að þurfa að skrá sig. Ef þessu verður breytt þá mæti ég á þann næsta

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.9.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Íslendingar eru ekki öfundsverðir af valkostunum þessa dagana.

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.9.2009 kl. 12:52

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við fáum okkur þá a.m.k. súpu saman Jóna :)

Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er pizza hjá VG, kökur hjá Sjálfslæðisfokknum, pulsur hjá Framsókn og rjómapönnsur hjá Samfó!

Leiðin að hjartanu liggur í gegnum magann.

Ég er svangur.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.9.2009 kl. 14:08

8 identicon

xD bauð upp á bjór, þegar ég fékk greitt (undir borðið) fyrir að starfa fyrir þann fasistaflokk...

Skorrdal (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband