3.5.2013 | 02:02
Snjallsímar eru framtíðin
Þó að fyrsta kynslóð farsíma sé að úreldast, ættu fréttir fyrir snjallsíma ekki að vera úreldar.
Ég nota snjallsíma á hverjum degi og skoða oft síður m.mbl.is, m.dv.is og m.visir.is og verð ég að segja að m.mbl.is síðan er að standa sig verst af þessum síðum.
Metnaðarleysi og eldgamlar fréttir eru kannski kjörorð m.mbl.is?
Snjallsímar eru framtíðin, ef þessar gömlu fréttasíður eru ekki að standa sig, þá verður maður að finna sér eitthvað annað til þess að lesa nýjustu frétti í snjallsímanum.
Fyrsta tegund iPhone úrelt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2013 | 02:30
Frábær þjónusta hjá strákunum
Það er frábært hvað ungt fólk á Íslandi er skapandi og duglegt að bjarga sér.
Þessi síða þeirra er mjög flott.
Það væri líka skemmtilegt ef hægt væri að sjá hvað framboðin eiga sameiginlegt og hvar þau eru algjörlega ósammála.
Svona lista yfir allt sem skiptir máli.
Hjálpa fólki að kjósa rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2013 | 01:18
Það þarf ekki að yfirtrompa
Með því að koma með raunhæfar aðgerðir fyrir heimilin hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki þurft að keppa við loforð Framsóknarflokksins.
Aðalvandi þjóðfélagsins í dag eru skuldirnar verðtryggðu, við erum ekki að fá launin okkar í sama gjaldmiðli og skuldirnar eru.
Ég er búin að vonast eftir endurnýjun á frambjóðendum Sjálfsstæðisflokksins, en lítið hefur gengið.
Að vísu, var nokkrum hafnað í prófkjörum nýverið, eins og Tryggva Þór Herbertssyni, Árna Johnsen og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Næsta skref hlýtur að vera að losna við Guðlaug Þór og Illuga.
Það er allavega mín tilfinning...
Ég útiloka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2013 | 01:00
Persónuvernd hvað?
Þessi frétt er skemmtileg, fólk er svo skrýtið.
Sjálfviljugt gefur það allskonar upplýsingar á fésbókinni, og hefur stundum ekki hugmynd um tenginguna við Google og aðrar leitarsíður sem skrá allar upplýsingar um viðkomandi notanda.
Svo er fólk að æsa sig upp yfir allskonar smáatriðum í upplýsingaöflun íslenskra fyrirtækja.
Ef þú ert notandi á facebook, þá hlýtur þú líka að vera fylgjandi upplýsingaöflun sem þeirri síðu fylgir.
Fyrirtæki borga stórar upphæðir fyrir þessar upplýsingar, og þú ert samþykkur því sem notandi.
Hvernig líkar fólki þetta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2013 | 02:17
Gosdrykkjastríð?
Það er greinilegt þegar maður les þessa frétt að aðgerðir gegn sykruðum gosdrykkjum eru löngu tímabærar.
Í fréttinni kemur ekki fram sá möguleiki að fólk gæti fengið stóra skammta af vatni, bara stærðin á glösunum mun skipta máli?
Ég er fylgjandi því að drekka ekki kaloríur, það er betra að borða þær.
Ætli sódavatn teljist gosdrykkur?
Undirbúa sig fyrir gosdrykkjastríðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2013 | 01:28
Kjúklingur með viðhorf?
Ég var nú samt hissa á því að sjá myndina af kirkjunni, hvernig ætli viðhorf kjúklingsins hafi verið?
Ég hefði líka viljað fá hlekk á myndina af húsinu í Swansea sem líkist Hitler í útliti.
Svo var minnst á ketti og gullfiska sem líkjast "foringjanum".
Fréttamenn hljóta að vera metnaðarfullir sem flytja svona fréttir.
Kirkjan er eins og kjúklingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2013 | 00:32
Að ræna auðlind
Ég vil benda á bloggsíðu Þórs Saari þar sem hann talar sjálfur um þessa bókun...
http://blog.pressan.is/thorsaari/2013/02/28/ad-raena-audlind/
Hótar að óska eftir synjun forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2013 | 00:54
Eftirlit á Íslandi og í Evrópu á svipuðum stað
Það eru mörg dæmi um allskonar svik, hérna á Íslandi.
Mér finnst til dæmis skrítið, þegar ég var að skoða fiskbollur í ákveðinni verslun í vikunni.
Í innihaldslýsingu stóð fiskur 40%, ég vil vita hvaða fisk ég er að fá.
Ég vil ekki bara einhvern fisk, ég vil helst bara ýsu.
Líka þegar maður kaupir rándýra net-tengingu, manni er lofað ákveðnum hraða á niðurhali.
Þegar maður athugar hraðann á tengingunni, fær maður allt aðra tölu en maður er að borga fyrir.
Svo hefur maður verið að lesa um allskonar eftirlit sem ekki var að virka, mengun í sjónum fyrir norðan, þar var ekkert gert, engin sekt eða neitt annað.
Iðnaðarsalt notað í matvælaframleiðslu í stórum stíl, engar afleiðingar fyrir fyrirtækin.
Ég held að íslenskir neytendur séu berskjaldaðir, vegna slæms eftirlits allstaðar.
Til hvers að hafa eftirlit? Eru þetta stofnanir fyrir pólitíska vini og vandamenn?
Þurfa forstöðumenn allskonar eftirlitsstofnana ekki að vera með menntun sem hæfir því eftirliti sem á að sinna?
Maður spyr sig ýmissa spurninga...
Vörusvik og ekkert annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2013 | 02:00
Heimamenn höfnuðu honum
Á þá að fífla kjósendur hans og flytja hann hreppaflutningum suður?
Hvaða skrípaleikur er í gangi?
Ætti þá Tryggvi Þór líka að bjóða sig fram sem varaformann Sjálftökuflokksins?
Maður spyr sig.
Björn Valur íhugar að bjóða sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2013 | 01:50
Ábyggilega fróðlegt að sjá hvað gerist
Ég dáist að hugrekki Birgittu Jónsdóttur.
Ég hef ekki trú á því að Bandaríkjamenn fari að handtaka hana.
Það hlýtur að vera áhætta fyrir þá að handtaka þingmann annars lands, sem gæti valdið alvarlegum milliríkjadeilum.
Áfram Birgitta!
Birgitta neitar að lifa í ótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |