Ekki í fyrsta skiptið

Þetta hrossakjötsmál er ekki það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. 

Það eru ekki margir mánuðir síðan svínakjöt var selt sem nautakjöt í Svíþjóð, það kjöt var litað og innflutt frá Ungverjalandi.

Þetta svikna nautakjöt sem reyndist vera hrossakjöt var frá Rúmeníu. 

Núna er spurningin svohljóðandi:  Er ekkert eftirlit með afurðum í ESB, getur fólk bara sagt "nautakjöt" og kaupandinn treystir seljandanum? 

Ætli þetta sé svona á Íslandi líka? 

Að maður sem kaupir nautahakk, fari heim með blöndu af allskonar ódýrara kjöti? 


mbl.is Hóta að fara í mál vegna hrossakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Jóhanna, Takk Össur, Takk Steingrímur

Þetta er ein birtingarmynd ESB.

Það má þakka aðlögunarferlinu inn í ESB fyrir þetta.

Samningaumleitanir hvað?

Ætluðum við ekki bara að kíkja í pakkann? 

Velja og hafna því sem okkur líkaði ekki við?

Þetta er alvaran.....

 


mbl.is Þyrlubjörgun á hafi í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyggilega svipað fylgi á Íslandi

Ég hef trú á því að Íslendingar hafi svipaða skoðun á reykingum á heimilum og Norðmenn.

Það yrði samþykkt með miklum meirihluta að hafa heimili þar sem börn eru reyklaus.

Ég væri alveg til í að sjá öll heimili reyklaus, en það er kannski ekki mikið að marka mig í dag.

Ég er búin að vera reyklaus í rúmlega 3 og hálft ár, og er mjög á móti reykingum á almannafæri og í bílum. 

Samt var ég þannig að ég reykti yfir mínum börnum bæði heima og í bílnum. 

Ég hætti því samt mörgum árum áður en ég hætti að reykja, ég reykti utandyra allavega síðustu 8 árin...


mbl.is Vilja banna reykingar á heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnaleg þróun

Það er ógnvekjandi að stjórnvöld hafi þurft svona lagasetningu. 

Á þetta eftir að gerast á Íslandi?

Á Íslandi er umönnun eldriborgaranna okkar ábótavant, þú þarft næstum því að vera dáinn til að fá umönnun á viðeigandi stofnun. 

Hvað með Þýskaland, þar er vinsælt að senda gamla fólkið til Ungverjalands eða annarra austur Evrópu landa, þar er ódýrari umönnun að finna. 

Finnst fólki þetta í lagi? 


mbl.is Skyldaðir til að sinna öldruðum foreldrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir tapa á þessu

Á hverju ári lenda margir í vandræðum vegna gjafakorta.

Sennilega flestir vegna þess að eigendur fyrirtækjanna stunda kennitöluflakk.

Gjafabréfin eru á gömlu kennitöluna, nýja kennitalan með sömu eigendum ber ekki ábyrgð á þessu.

Ég hef lent í þessu sjálf, og ábyggilega margir aðrir...


mbl.is Tekur gjöfina og stingur í vasann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Er Frakkland líka komið í greiðsluerfiðleika?

Ætli Angela Merkel hafi ráð við þessu?

Er draumur sitjandi stjórnar á Íslandi ennþá að komast inn í ESB? 

Hvað er að gerast?

Er ESB að liðast í sundur?

Maður spyr sig....


mbl.is Lækka lánshæfi franska ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að hringja í mitt tryggingarfélag á morgun

Ég er ein af þeim sem eru með heimilistryggingu, ég er ekki með sérstaka læsingu á gluggunum hjá mér.

Þá væri ég sennilega ótryggð ef þjófar færu inn um gluggana hjá mér.

Það er ekki tilgangur minn að borga fyrir óþarfa tryggingu.  Ég ætla að spara mér andvirði heimilistryggingarinnar strax á morgun...

Ég er með miklu betra en heimilistryggingu, ég er með stóran hund sem er varðhundur.


mbl.is „Heimilistrygging er tilgangslaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir menn eru snillingar!!!!

Sagan er ruglingsleg.

Sagan er ótrúleg.

Sagan er lygasögu líkust.

Sagan er eins og glæpasaga.

Peningar hafa horfið, vaxið.

Tap, tap, tap, gróði, gróði og gróði. 

Menn hafa komið og farið.

Hver ætli standi upp með Pálmann í höndunum? 

Hverjir sitja eftir með tapið?

Maður spyr sig...


mbl.is Stormasöm flugferð Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei það er ekki satt Össur

Það er ekki skaðlegt hagsmunum okkar Íslendinga að stöðva aðildarviðræðurnar (aðlögunina) að ESB. 

Það er löngu fyrirséð að upptaka evrunnar væri kannski möguleg í fjarlægri framtíð.

Sérfræðingar hafa talað um að allavega 10 ár væru í upptöku evrunnar vegna óstjórnar á Íslandi.

Skuldastaða ríkissjóðs býður ekki uppá evru vegna Maastrict samkomulagsins. 

Hvað er Seðlabanki Íslands að taka þátt í þessum skrípaleik og tala krónuna niður? 

Hverra hagsmuna gætir Seðlabankinn? 

Maður spyr sig....


mbl.is Skaðlegt að slíta ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins börn efnafólks stunda tónlistarnám í dag

Ég er móðir 6 barna og hef alltaf verið láglaunamanneskja, ég hef ekki haft efni á því að senda mín börn í nám í tónlistarskólum.

Það kostar tugi þúsunda á hverri önn fyrir hvert barn að nema tónlist í tónlistarskólunum.

Það hefur haft forgang að hafa nóg að borða og þak yfir höfuðið á fjölskyldunni.

Allt annað hefur verið lúxus sem við höfum ekki getað leyft okkur.


mbl.is Forsetinn hvetur til tónmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband