16.2.2011 | 02:05
27.807 hafa núna skrifað undir áskorun til þingsins og Forsetans
Til hamingju Ísland, það er ótrúlegt að fylgjast með þessari undirskirftasöfnun.
Við verðum að vona að þessi svikasamningur sem þvinga átti uppá þjóðina verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og IceSlave II samningurinn sem felldur var með 98% greiddra atkvæða.
Áfram Ísland við vinnum vonandi þennan leik, stjórnarliðar með aðstoð SjálftökuFLokksins ætla að þvinga okkur þjóðina til þess að borga skuldir Landsbankans, og eigenda hans.
Það er bannað með lögum að þjóðnýta einkaskuldir...
![]() |
Um 25.000 á kjósum.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2011 | 07:59
Einkahlutafélög
Ég hef verið að hugleiða einkahlutafélög upp á síðkastið.
Þarf ekki hver einasti Íslendingur að stofna einkahlutafélag um launin sín, og annað fyrir eignir sínar?
Frægur lögfræðingur virðist kunna hvernig á að komast hjá skatteimtu, við vitleysingarnir erum að borga tekjuskatta og allskonar gjöld sem einkahlutafélagarnir sleppa við.
Hvernig væri að banna einkahlutafélög eða bjóða öllum þegnum Íslands upp á sömu skattakjör og þeim bjóðast.
Hvað ætli maður þurfi að leggja mikla peninga í stofnun á svona einkahlutafélagi?
Er ekki kominn tími á lagabreytingar?
Maður spyr sig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2011 | 22:17
Núna liggur okkur á http://kjosum.is
Þessi hraði á afgreiðslu IceSlave-frumvarpsins er hættulegur, fólk hefur ekki fengið færi á því að kynna sér frumvarpið.
Fjölmiðlarnir hafa ekki sýnt þessu frumvarpi áhuga, við höfum heyrt að þessi samningur sé "betri" en sá sem þjóðin hafnaði með 98% greiddra atkvæða í fyrra.
Enginn hefur sagt okkur sannleikann, nema kannski þingmenn Hreyfingarinnar.
Við höfum ekki efni á því að borga Bretum og Hollendingum fyrir glapræði Landsbankans, eigenda og stjórnenda hans..
Við þjóðnýtum ekki einkaskuldir...
![]() |
Icesave afgreitt of hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.2.2011 | 01:10
Treystir fólk ekki lífeyrissjóðunum?
Hversvegna er fólk að taka úr séreignasparnaðinn sinn í stórum stíl?
Treystir það ekki lífeyrissjóðunum, eða er það til þess að bæta upp laun eða bætur?
Er það ekki skrýtið að fólk sé að taka svona mikla peninga út, peninga sem ættu að tryggja fólki áhyggjulaust ævikvöld?
Hvernig verður framfærslu okkar háttað sem erum á miðjum aldri, þegar við komumst á ellilífeyrisaldurinn?
Maður spyr sig...
![]() |
52.000 taka út séreignasparnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2011 | 01:09
Undirskriftasöfnunin gengur vel
Á rúmum sólarhring hafa safnast á sjötta þúsund undirskriftir vegna áskorunarinnar til Alþingis að hafna IceSlave III samninginum.
Ég vona að fólk haldi áfram að kjósa næstu sólarhringana með svipuðum hraða eða meiri. Allir sem eru á móti IceSlave III verða að nýta atkvæði sitt í þessari kosningu...
Áfram Ísland, ekkert IceSlave....
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2011 | 00:08
Undirskriftasöfnun hafin
Sett hefur verið í gang enn ein undirskriftasöfnunin, þessi undirskriftasöfnun er mjög mikilvæg. Ég vil hvetja alla sem eru á móti IceSlave III að skrifa undir.
Tíminn er knappur, Össur lofar að skrifa undir í næstu viku... Hérna kemur slóðin á undirskriftasöfnunina... -> http://www.kjosum.is/#signpetition
![]() |
Icesave samþykkt í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2011 | 02:32
Smá hugmynd
Ég fékk frábæra hugmynd áðan... Allir þeir sem vilja borga IceSlave III skrái sig á lista þannig að reikningurinn berist þeim...
Okkur hinum sem viljum ekki borga fyrir skuldir Björgólfanna og vina þeirra verði sleppt við það að borga reikninginn?
Er það nokkuð svo galin hugmynd?
Svo legg ég til að IceSlave samningurinn hinn III verði borinn undir þjóðina, í þjóðaratkvæðagreiðslu...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2011 | 00:38
Þjóðaratkvæðagreiðslu um landsdóm
Og þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSlave III.
Ég veit ekki hvort er fáránlegra að halda landsdóm yfir einum manni eða að synja fólkinu að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSlave III.
Ég held að þjóðin ætti líka að fá að kjósa um það hvort halda eigi réttarhöld yfir einum manni, svokallaður landsdómur ætti að rannsaka og finna fleiri stjórnmálamenn og embættismenn sem draga ætti fyrir dóminn.
![]() |
Gengið frá skipan í Landsdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2011 | 00:54
Sammála stjórn Þórs
Ég krefst þess líka að frumvarp fjármálaráðherra um nýjasta IceSlave lll-samninginn verði ekki samþykkt nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er staðreynd að þjóðin hafnaði IceSlave ll með 98% greiddra atkvæða. Mér finnst Alþingi ekki hafa umboð frá þjóðinni til þess að samþykkja þennan óútfyllta tékka, ég vil ekki selja börnin mín og barnabörn í þrældóm.
![]() |
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2011 | 03:08
Árni Páll, skammast þú þín.
http://ec.europa.eu/avservices/player/streaming.cfm?type=ebsvod&sid=173632
Blaðamannafundur Árna Páls með Olla Rehn. Þessi blaðamannafundur er honum til skammar, gerfiafsögnin hans hefði betur verið raunveruleg...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)