10.11.2010 | 00:51
Ég vil benda fólki á þetta
Þegar þú greiðir atkvæði í kosningunni til stjórnlagaþings, hefur þú bara eitt atkvæði!! Athugið það, eitt atkvæði!!
En samt mátt þú kjósa 25 manns. Ég fann ótrúlega skýra útskýringu á þessu í kvöld.
Þarna finnur þú hvernig þetta virkar.... -> http://www.svipan.is/?p=17790 Baldvin Björgvinsson kennari skýrir þetta úr á auðveldan hátt, fyrir mig og þig.....
![]() |
Kostnaður lægri en áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2010 | 01:22
Nagladekk/Harðskeljadekk
Það sama ætti að gilda um reiðhjóladekk og bíldekk, nagladekk slíta götum og gangstéttum..
Ég bý á stór-Reykjavíkursvæðinu og hef ég notað harðskeljadekk á bílinn minn í tæp 4 ár, sömu dekkin allan tímann. Ég veit ekki hvað ég er búin að spara mikið fyrir mig sjálfa og Reykjavíkurborg á þessum tæpu 4 árum.
Ég mæli eindregið með harðskeljadekkjum, þau svínvirka þega þess þarf með. Sparnaðurinn við dekkjaskipti bæði vor og haust, borgar dekkin næstum því upp.
Það kemur í ljós þegar ég þarf að kaupa ný dekk næst, hversu mikið ég hef sparað.
![]() |
Nagladekk víða uppseld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2010 | 23:50
Við þurfum svona fréttastöð
Hérna á Íslandi er engin óháð sjónvarpsstöð, þegar maður horfir á fréttir er maður mataður af mjög hlutlægum fréttamönnum.
Ég dáist að MSNBC fyrir það að reka þennan fréttamann, ef sama regla væri virt hérna á Íslandi, væri sennilega enginn af starfandi fréttamönnum í vinnu á morgun.
Hérna sitja fjárhagslega styrktir þingmenn(hrunsfyrirtækjanna), og styrktir( í eigu hrunsfyrirtækjanna) fréttamenn. Hlutleysi finnst ekki, ESB áróðursmaskínan er í gangi bæði á fréttastofu RÚV og Stöðvar 2 líka...
![]() |
Rekinn frá MSNBC fyrir að styrkja demókrata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.11.2010 | 01:33
Ekki lak úr tunnunni sem ég barði
Ég ætla að segja ykkur frá því hvers vegna ég mæti og tromma á tunnur, ég er ein af tunnuterroristunum sem hafa verið að valda hávaða hér og þar um borgina undanfarnar vikur...
"
Ég reikna með að þeir séu miklu fleiri en ég sem eru búin að fá miklu meira en nóg að finna veskið þynnast á meðan tíminn líður undir flokks- og sérhagsmunabaráttu sem fram fer á stjórnarheimilinu. Sambandsleysið og vanhæfnin við að vinna hagsmunum lands og þjóðar eitthvert gagn hefur verið gríðarleg nokkur undanfarin ár en þó tæplega eins himinhrópandi eins og nú." þetta er fengið að láni hjá Rakel Sigurgeirsdóttur...
![]() |
Olía lak úr mótmælatunnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2010 | 02:14
Jóhanna!!! Þinn tími er liðinn....
Á morgun munu margir leggja leið sína á Austurvöll og mótmæla stjórninni, ég ætla að mæta. Það er búist við margmenni á þessi mótmæli, tilefni mótmælanna er að mótmæla forgangsröðun stjórnarinnar....
Forgangur stjórnar Jóhönnu og Steingríms hefur verið að bjarga fjármagnseigendum og fjárglæframönnum sem frömdu efnahagsleg hryðjuverk á íslenskri þjóð.
Stjórnin hefur slegið skjaldborg um sjálfa sig og Alþingi, til þess að skilja betur milli þings og þjóðar...
Þetta þarf að stöðva, með öllum tiltækum ráðum, þessvegna ætla ég að mæta á Austurvöll á morgun fimmtudag klukkan 14.00 þegar þing verður sett eftir kjördæmaviku....
![]() |
Jóhanna: sit út kjörtímabilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2010 | 01:58
Konan féll varla í rólunni? Hún hlýtur að hafa fallið úr aparólunni?
Konan féll varla í rólunni? Hún hlýtur að hafa fallið úr aparólunni?
Ef fólk hefur mikinn áhuga á aparólum, þá er ein aparóla í móanum milli Bakkavarar og Valhúsaskóla.
Það er hægt að æfa sig í aparóluleikfimi án þess að fallið verði eins hátt og á tjaldstæðinu við Laugavatn.. Í Bakkavarar leikvellinum er fallið mest kannski 2 metrar og jafnvel aðeins minna...
![]() |
Kona féll í aparólu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2010 | 01:31
Mr. X?
Æ ósköp finnst mér þessi frétt skrýtin, ætli það sé raunin að nú sé gósentíð manna sem svíkja og pretta?
Mér hefði alveg fundist fréttin betri ef fyrirsögnin hefði verið Hr. X kaupir raðhúsalengju.
Hann Guðmundur segir " að nú sé gósentíð fyrir menn sem miði rekstur fyrirtækja sinna við að svíkja og pretta fólk og hafa af launamönnum réttindi eins og veikindadaga, orlof, greiða ekki nema hluta launa og gufa svo upp með því að skipta um kennitölu. Hann kallar þessa menn góðkunningja eða Mr. X"
Aðrar staðhæfingar að fullt af fólki sé í svartri vinnu og á atvinnuleysisbótum þykja mér ótrúverðugar.... Kannski er ég bara svona barnaleg eða trúgjörn á heiðarleika fólks....
![]() |
Mr. X kaupir raðhúsalengju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2010 | 01:19
Ég er með smá hugmynd
Hugmyndin mín er sú að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisgreiðslum...
Hugmyndin er svona, hvernig væri að þjóðnýta allskonar fyrirtæki sem voru í almenningseign, en misvitrir stjórnmálamenn einkavæddu fyrir sjálfa sig?
Hvernig væri að skoða hvernig eignamyndun Finns Ingólfssonar er tilkomin? Hvað borgaði hann mikið fyrir eignir sínar sem metnar eru á 1.270.000.000? Mig langar til þess að vita það, hvað með þig?
Það er hægt að skoða þetta 20 ár aftur í tímann fyrir alla sem sátu á Alþingi okkar Íslendinga, skoða hver gerði hvað og hvað gróðinn er mikill? Öll gögn ættu að vera til? Er það ekki?
![]() |
Stjórnvöld verða að axla ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2010 | 01:19
Smá hugleiðing tveggja kvenna í kvöld
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2010 | 01:06
Áríðandi tilkynning
Ég hef ákveðið, þrátt fyrir margar tillögur að bjóða mig ekki fram til setu á Stjórnlagaþinginu. Ég held að þetta stjórnlagaþing þjóni ekki tilgangi mínum.
Mér datt í hug að segja ykkur öllum frá þessu, bara vegna þess að svo margir bloggarar eru í framboði til stjórnlagaþingsins...
Ég er búin að sjá margar tilkynningar hérna á blog.is, "Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings" Ég er bara svona venjulegur bloggari sem vinn mína vinnu og röfla hér þegar mig langar til þess...
Það verður erfitt að kjósa til þessa stjórnlagaþings, og ég held að flestir láti sig þessa kosningu litlu varða, því miður...
![]() |
523 í framboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)