25.10.2010 | 01:23
Hvað gerist næst?
Verður Julian Assange myrtur eða handtekinn á næstu dögum?
Í Svíþjóð er búið að kæra hann fyrir nauðgun, ætli það sé partur af "hengjum hann fyrir bara eitthvað" herferðinni?
Ég er ekki hissa að hann hafi gengið út úr viðtalinu við CNN í gær...
![]() |
Ótrúlega alvarlegar skýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 01:20
Viðskiptavinir mínir eru sammála þessu
Þegar sölutölur eru skoðaðar á barnum þar sem ég vinn, tapar Tuborg alltaf.
Þeir bjórar sem bera af í bragðgæðum eru eftirfarandi, Pólarbjór af krana, Pólarbjór í dós.
Þar á eftir kemur Stella Artoise í flösku, sá bjór hefur ekki fengist á barnum í nokkra mánuði.
Sá bjór sem virðist vinsælastur á eftir Pólar kranabjórnum er Egill Sterkur, ef ég miða við sölutölur,....
![]() |
Vondur danskur bjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2010 | 00:57
Bót fyrir bættum kjörum
Ég hef fylgst með þessu félagi Bót. Þetta er aðgerðahópur um bætt samfélag.
Ég er sammála þeim að það þarf að reikna út framfærslugrunn, þannig að engin manneskja þurfi að standa í biðröð til þess að fá nauðþurftir.
Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólk eigi fyrir mat og þaki yfir höfuðið..
Mér finnst það til skammar fyrir stjórnvöld að hundruð manna þurfi að standa utandyra í biðröðum eftir matarpökkum frá líknarfélögum.
Þessi þykistu vinstri-velferðarstjórn hefur í reynd verið hægri-helferðarstjórn...
![]() |
Bót vill bætt samfélag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2010 | 02:17
Lögleysa
Það er bannað með lögum að fyrirtæki utan Evrópu eignist eignarhluti í fyrirtækjum á Íslandi, hvað er svona flókið?
Skúffufyrirtæki í Svíþjóð er ekki Evrópskt fyrirtæki, þar eru lög brotin...
Þetta ætti ekki að vera flókið, en íslensk stjórnvöld geta ekki stutt lögbrot?
Er það nokkuð? Þau gera það samt að brjóta lög, allskonar lög....
Það er vont að búa í landi þar sem lögbrot eru samþykkt af stjórnvöldum. Til dæmis er bannað með lögum að mismuna fólki á Íslandi en stjórnvöld brjóta þau lög á hverjum degi...
![]() |
Stjórnvöld endurskoði lög um erlenda fjárfestingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2010 | 23:53
Minn lífeyrissjóður, get ég sagt mig úr honum?
Ég er fylgjandi því að allir lífeyrissjóðirnir sæti rannsókn vegna fjárfestinga þeirra undanfarin 10 ár. Tap lífeyrissjóðanna og skerðingar þeirra til lífeyrisþega er óhugnanlega mikil.
Ég held að alvöru rannsóknarnefnd sem skoðaði allar fjárfestingar lífeyrissjóðanna sé mjög mikilvæg. Mér finnst það ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna að standa í áhættufjárfestingum.
Mig langar til þess að vita hvort ég geti hætt að borga í þennan illa rekna lífeyrissjóð? Og hvort ég geti hætt að borga félagsgjöld í verkalýðsfélaginu mínu? Vegna þess að þessi félög virðast ekki gæta hagsmuna minna...
![]() |
Málið skal sæta rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2010 | 00:40
Ég fann þetta á facebook í kvöld...
Íslenski stjórnunarstíllinn nýtur orðið trausts og vinsælda og mun sjálfsagt komast í tísku áður en langt um líður. Það má því með góðu móti halda því fram að nýjasta og mikilvægasta útflutningsvara okkar Íslendinga sé stjórnunarþekking." Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður.
Hérna kemur allur pistillinn sem Hrannar B. Arnarsson skrifaði árið 2007... Auðunn Gíslason hélt þessu til haga á blogginu sínu.
"
"30.4.2007 | 09:59
Íslenski stjórnunarstíllinn !
Í síðustu viku fór ég til London og heimsótti ásamt samnemendum mínum í MBA við Háskóla Íslands, þrjú af þeim íslensku útrásarfyrirtækjum sem starfa í Englandi og hafa verið að gera það gott á undanförnum misserum. Við vorum svo lánsöm að helstu stjórnendur þessara fyritækja tóku á móti okkur, gáfu okkur dýrmæta innsýn í reksturinn og leyfðu okkur að spyrja sig spjörunum úr um þá ævintýralegu velgengni sem þessi íslensku fyrirtæki hafa upplifað að undanförnu.
Jafnvel þó mikið hafi verið fjallað um íslensku útrásarfyrirtækin í íslenskum fjölmiðlum verð ég að viðurkenna að árangur þessara fyrirtækja og umfang þeirra í bresku efnahagslífi kom mér verulega á óvart. Göngutúr eftir Oxfordstræti, þar sem búðir Baugs eru nánast alltaf í augsýn segir að vísu mikla sögu, en þegar fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna hjá íslensku fyrirtækjum í Bretlandi er skoðaður kemur í ljós að þeir eru komnir vel á annaðhundrað þúsundið 120.000 var talan sem ég heyrði þarna úti. Á íslenskum vinnumarkaði skilst mér hinsvegar að séu uþb 180.000 vinnandi einstaklingar. Með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða að starfsmenn íslenskskra fyrirtækja í Bretlandi verði fleiri en allir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði !
Annað sem mér fannst athyglisvert og var sem rauður þráður í máli stjórnenda þeirra fyrirtækja sem við hittum, var hversu mikilvægur þáttur í árangri íslensku útrásarfyrirtækjanna hinn íslenski stjórnunarstíll var. Íslenski stjórnunarstíllinn er að vísu ekki það orð sem viðmælendur okkar notuðu, en allir lýstu þeir svipuðum eiginleikum eða aðferðafærði sem mér finnst vel meiga kalla þessu nafni. Stuttar boðleiðir í æðstu stjórnendur, þáttaka þeirra í öflun og ræktun viðskiptasambanda, áræðni og just do it hugarfar í flestu tilliti. Auðvitað ekki nein ævintýramennska eða fífldyrfska, heldur fagleg vinnubrögð með krafti og áræni frumkvöðulsins.
Þegar haft er í huga að íslensku útrásarfyrirtækin standa andspænis stofnanavæddu nýlenduskipulagi bresks efnahagslífs er maður ekki undrandi á að íslenski stjórnunarstíllinn nái yfirhöndinni. Þessari staðreynd eru æ fleiri að átta sig á og þess vegna sækjast æ fleiri eftir samvinnu og viðskiptum við íslensku útrásarfyrirtækin. Íslenski stjórnunarstíllinn nýtur orðið trausts og vinsælda og mun sjálfsagt komast í tísku áður en langt um líður. Það má því með góðu móti halda því fram að nýjasta og mikilvægasta útflutningsvara okkar Íslendinga sé stjórnunarþekking. Á þeirri þekkingu eru íslensk fyrirtæki á uþb 10 árum búin að nánast tvöfalda mannaflan sem vinnur undir íslenskum merkjum og skilar þjóðarbúinu tekjum."
"Pælum í því !"
![]() |
Yfirheyrður vegna Facebookfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2010 | 01:17
Fundist hefur einn maður sem er sáttur við stjórnina
Ég horfði á fréttatíma RÚV í kvöld og var þar viðtal við einn mann sem er sáttur við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Hérna er hlekkur á þetta vandræðalega viðtal. -> http://www.ruv.is/frett/sattur-vid-adgerdir-stjornvalda Þegar farið var að kanna málið, komst fólk að því að þessi maður er enginn annar en -> Vill reyndar svo til að Hann er svæðisstjórnar formaður VG á Dalvík
Tryggvi K Guðmundsson, formaður - Sími: 661-7517 - tölvupóstur: trygg@mi.is
finnið nafnið hans hérna
...
http://www.vg.is/folkid/formenn-svaedisfelaga/
Svona er Ísland í dag, viljum við svona vinnubrögð? Nei segi ég, burt með þessa ríkisstjórn sem spinnur lygavefi á hverjum degi....
![]() |
Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.10.2010 | 01:35
Hrokafull stjórn
Það er eins og að ríkisstjórnin líti niður á venjulegt fólk sem skuldar vegna húsnæðiskaupa.
En ef skuldarinn skuldar milljarða og hefur helst tekið út milljarða hagnað, þá er ekkert of gott fyrir skuldarana..
Þá er farið í stórfelldar afskriftir, og svo er skuldurunum færð fyrirtækin á silfurfati, skuldlaus. Púff allar skuldirnar eru fluttar í nýtt félag og almenningur fær reikninginn..
Er ekki kominn tími á það að banna kennitöluflakk með lögum? Mér finnst það hámarkið þegar stjórnvöld styðja kennitöluflakk.
![]() |
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2010 | 01:33
Heyr, heyr
Auðvitað þurfum við Íslendingar að losa okkur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, engri þjóð sem hefur þurft á aðstoð hans að halda hefur vegnað vel.
Ég er algjörlega sammála Stjórn Íslandsdeildar Attac samtakanna, burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Svo get ég alveg komið með aðra kröfu, burt með ríkisstjórnina sem styður aðeins fjármagnseigendurna.
Við þurfum kosningar til þess að ákvarða framtíðina fyrir okkur, við þurfum stjórn sem ber hagsmuni almennings fyrir brjósti...
Sitjandi stjórn þýðist aðeins fjármagnið, og fjármagnseigendurna.
![]() |
Samvinnu við AGS verði rift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2010 | 01:24
Frábær sigur
Ég horfði á síðustu 30 mínútur leiksins ásamt Skoskum vini mínum á Fésbókinni. Við spjölluðum saman á meðan við horfðum bæði á leikinn í beinni...
Ég hef sjaldan skemmt mér betur við það að horfa á fótbolta, svo var smá undarlegt þegar Skotinn sagði að íslensku strákarnir væru miklu þroskaðri en Skotarnir, ég sá það ekki sjálf fyrr en vinur minn benti mér á það.
![]() |
Ísland í úrslit EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)