Færsluflokkur: Dægurmál

Eru þessir skjálftar í boði Orkuveitunnar?

Eða eru þetta venjulegir jarðskjálftar? Það er alltaf jafn óþægileg tilfinning þegar jarðskorpan hristist. Ég vona að það verði svefnfriður í nótt.

Ein besta söngkona heimsins látin

Þetta eru vissulega sorgarfréttir að Whitney Houston sé látin aðeins 48 ára gömul. Þetta ætti samt ekki að koma fólki á óvart, hún hefur verið í viðjum fíknar í 20 ár. Hún hefur ekki verið að koma fram og syngja fyrir heimsbyggðina undanfarna áratugi....

Núna þegar í ljós er komið hversu mikið tap lífeyrissjóðanna var, ætlar einhver að mótmæla vegna þess?

Ég var að lesa almennilega samantekt um lífeyrissjóðina, mennina sem koma að stjórn þeirra og ýmsan annan fróðleik. Lára Hanna tók sig til og bloggaði í tilefni skýrslunnar um lífeyrissjóðina ég vil hvetja fólk til þess að kynna sér málin. Hér er hlekkur...

Hvað er fólk að æsa sig?

Er þetta ekki bara eins og útrásarvíkingarnir? Hvað þarf að fara að skoða þessa lífeyrissjóði? Hvað kemur okkur almúganum við, það sem yfirburðafólkinu þykir sjálfsagt? Þau áttu ábyggilega skilið að fara í laxveiði og allskonar boðsferðir um allan heim á...

Er verðsamráð löglegt á Íslandi?

Maður hlýtur að spyrja sig þessarar spurningar þegar enn og aftur öll olíufélögin hækka verðið jafn mikið? Hvar er samkeppnisráð? Fær það borgað fyrir að líta framhjá svona samráði? Maður spyr sig, hversvegna samkeppnisstofnun er yfirhöfuð til? Er hún...

ESB, samtök fullvalda ríkja?

Eftir þessar nýjustu fréttir af yfirgangi ESB, hljóta ESB sinnar að spyrja sjálfa sig ýmissa spurninga? Eða hvað finnst þér um þessa uppástungu Þjóðverja að ESB yfirtaki fjármál Grikklands? Ég vona að þessi frétt vekji ESB sinnaða Íslendinga af...

Nokkrir áhugaverðir hlekkir

Á morgun verður haldinn borgarafundur um verðtrygginguna í Háskólabíó klukkan 20.00. Fyrsti hlekkurinn er á bloggið hennar Rakelar Sigurgeirsdóttur. http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1218838/ Svo er áhugaverð færsla hérna um lánin okkar....

Ætli vitnalistinn hafi haft einhver áhrif á þessa kosningu?

Ég fann vitnalistann á annarri síðu áðan og lítur hann þannig út, með einni breytingu. Einn maður á listanum er látinn og er þar af leiðandi ekki lengur á listanum. " Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eru á listanum en öll stjórnin á hrunárinu þarf...

Því er öðruvísi farið hérna á Íslandi

Hérna eru skussarnir verðlaunaðir, þeir fá afskriftir, nýja skuldlausa kennitölu til þess að halda áfram að arðræna almenning, bankana í boði stjórnvalda og stjórnsýslunnar. Hérna er það viðtekin venja að skussar fái allt upp í hendurnar, en litli...

Hver ber ábyrgð á þessu?

Er forstjórinn ábyrgur fyrir þessum vinnubrögðum, eða skriffinni á skrifstofunni? Hvernig er það, á stofnunin ekki að vernda fólkið í landinu? Þeir vildu ekki styggja Shell? Eru þetta ásættanleg vinnubrögð hjá ríkisstofnun? Skítt með fólkið, dýrin og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband