Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað um alla hina?

Hvernig líta viðskiptamannareikningar hinna útrásarbarónanna út? Ætli það finnist ekki einhverjar færslur fyrir einkaneyslu? Svo voru einhverjir í rannsókn vegna kreditkorta sem voru aðallega notuð hérna á Íslandi, en reikningarnir borgaðir í útlöndum....

Um leið og ég sá þessa frétt í gær

Fór ég út á bensínstöð, og var ég svo heppin að Orkan var ekki búin að hækka bensínverðið hjá sér. Ég fyllti bílinn minn af "ódýru" bensíni, líterinn kostaði "aðeins" 172 krónur og einhverja aura. Þetta bensínverð er orðið algjört rugl, bráðum hefur fólk...

Eini bílaþátturinn sem ég horfi á

Top Gear er eini bílaþátturinn sem ég horfi reglulega á. The Stig má vera hver sem er fyrir mér, ég hugsa að þetta hafi bara verið auglýsingarbrella hjá strákunum í þættinum. Mér fundust þættirnir þar sem Ísland kom við sögu alveg frábærir, þeir voru að...

Allt fyrir frægðina

Þessi Paris virðist gera allt fyrir frægðina, hún er eins og rófulaus hundur á eftir efnuðum mönnum. Ekki hélt ég að hún þyrfti að elta þessa ríku. Kannski er hún skyndiunnusta, fyrir fræga menn Ekki er manneskjan (Paris) á flæðiskeri stödd fjárhagslega....

Aumingja maðurinn

Það er ekki hver sem er sem hefur svona glæsibifreið undir höndum. Ætli þetta hafi verið útrásarbarón eða sonur útrásarbaróns? Ökumaðurinn hlýtur að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, það er allavega mín skoðun. Nema að einhver hafi misst vitið og...

Kona sem á peninga

Ekki er ég í flokki með þessari konu frá Suður-Kóreu. Ég á enga milljarða, ég á fullt af börnum og skuldir. Við erum báðar á svipuðum aldri, hún rík og barnlaus ég blönk með ómegð. En við erum báðar einhleypar. Ég hef stundum verið að hugsa um það að...

Kannski á vísitölufjölskylduna

Ekki á mína fjölskyldu sem er aðeins stærri en vísitölufjölskyldan. Skattahækkanirnar sem mín fjölskylda þarf að borga er allavega tvöfalt hærri eða u.þ.b 260.000. Burt með þessa vinstri stjórn sem er að svíkja stefnu vinstri manna. Stjórnin stendur ekki...

Ég óska ríkisstjórninni til hamingju

Þessi nýi sykurskattur á ekki eftir að skila mörgum krónum í ríkissjóð. Fólk hættir að kaupa þessar vörur, allavega mun ég hætta að kaupa sælgæti, súkkulaði, gos, ávaxtasafa, kex og kolsýrt vatn. Ekki það að ég hafi lagt það í vana minn að kaupa kolsýrt...

Ég vil heyra sögu þessa manns

Ég vona að þessi maður segi sögu sína í fjölmiðlum fljótlega. Ég vil heyra hvernig lánastofnanirnar fóru með hann, bæði varðandi húsið og bílinn sem hann gróf á lóðinni. Ég dáist að þessum manni, að þora þessu. Ég vona að þessi áminning skili sér beint...

Ætli hann sé af íslenskum ættum

Allavega hegðaði hann sér eins og íslenskur útrásarbarón.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband