Ég er óánægður viðskiptavinur

Ég ætla að skipta um bæði tryggingarfélag og banka alveg á næstunni.  Ég get ekki mælt með því að tryggja hjá Sjóvá Almennum tryggingum.  Frumburðurinn minn tryggir hjá öðru tryggingarfélagi og borgar næstum 50% minna í tryggingu á bara bílnum sínum. 

Ég hef verið að borga u.þ.b 250 þúsund á ári fyrir tryggingar.  Ég vona að ég finni banka sem er ekki með sama spillingarliðið í vinnu og fyrir hrunið, og tryggingarfélag sem rekið heiðarlega og er ekki búið að skuldsetja tryggingarsjóðinn sinn eins og Sjóvá Almennar gerðu í boði fyrrverandi eigenda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einn sona minna tryggir hjá ,,Sunlife,, það er   víst breskt. Þetta virkar sem lífeyrir skilst mér er endurgreitt,eftir ákveðinn tíma. Tek ekki ábyrgð,en á sínum tíma var þetta hagstætt.

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2010 kl. 02:07

2 Smámynd: Eygló

Vá, ertu með fyrirtæki... að þú skulir borgar svona mikið í tryggingar?

Hlýtur að vera meira en bíll og íbúð (innbú og húseigtr.) er það ekki?

Eygló, 22.1.2010 kl. 02:48

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bílar og hús hríðfalla í verði, en tryggingarnar hækka. 

Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 03:57

4 Smámynd:

Var einmitt að hugsa hvaða tölur þetta voru sem komu á yfirlitinu mínu og sýnist tryggingarnar hafa hækkað ískyggilega. Eg er með mínar hjá TM eftir nokkur ár hjá VÍS. Held þetta sé nú allt svipað - óhófleg gjaldtaka og svindl með almannafé. En maður þorir ekki annað en að vera tryggður þótt fæstir fái raunbætur ef eitthvað hendir.

, 22.1.2010 kl. 17:32

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eygló ég er ekki með fyrirtæki!!!  Bara fjölskyldu.  Og að vísu 2 bíla í fyrra en ekki núna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2010 kl. 00:49

6 Smámynd: Eygló

Ja, það er allavega 'fyrirtæki' að reyna að finna peninga til að borga þessi ósköp.  Bílatryggingarnar reyndar skaga hátt!

Eygló, 23.1.2010 kl. 00:51

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bíla eign Íslendinga í prósentum lítur ekki vel út á meginlandinu er ég viss um þessu til austurs. 

Júlíus Björnsson, 23.1.2010 kl. 01:47

8 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Endilega láttu mig vita þegar þú finnur spillingarlausan banka og tryggingafélag.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 23.1.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband