Þeir kunna ekki að skammast sín

Gordon Brown ætti að kunna að skammast sín, það þarf að koma lögum yfir þessi skattaskjól sem hann heldur hlífiskyldi yfir.  Hvað ætli hann Gordon Brown fái fyrir sinn snúð þegar hann hylmir yfir með stórglæpamönnum?  Hvað eiga Íslendingar marga milljarða í skattaskjólum sem GB ræður?  Það væri fróðlegt að fá að vita það.  Svo væri fróðlegt að sjá hversu miklum eignum útrásarvíkingar eru skráðir fyrir í Englandi, til dæmis í húsnæði. 

Svo held ég  að það þurfi að rannsaka hvað það hefur kostað okkur Íslendinga í beinhörðum peningum, að vera sett í flokk með hryðjuverkamönnum? 


mbl.is Bretar græða á skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tortola, þar sem Landsbankinn og fleiri földu sína leynisjóði, er ein af Bresku Jómfrúareyjunum. Alveg eins og eyjan Mön, Ermarsundseyjarnar og fleiri svæði þá teljast þessi svæði ekki hluti af þjóðríkinu Bretlandi, heldur eru þetta enn þann dag í dag nýlendur með heimastjórn sem teljast vera eign Bretadrottningar ásamt Kanada, Nýja-Sjálandi, Ástralíu o.m.fl. Þetta gerir drottninguna að stærsta landeiganda í heiminum. Menn ættu nú að fara að vakna og líta á það hverjir eru stóru leikmennirnir í þessu hnattræna spili.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2010 kl. 10:14

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta sem gerir Icesave-stjórnina svona óhuggulega hlynnta fjárkúgurunum. Fjárkúgarar hóta að koma upp um þá sem eiga fúlgur,fúlgueigendur lofa að greiða fyrir greiðann. Hef séð of margar Mafíumyndir,auðvelt að velta þessu fyrir sér. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband