Jóhanna er yfirlýsingaglöð

Hún er búin að vera svo lengi á ofurlaunum þingmanns að hún veit ekki hvað það er að spara.  Hún þykist ekkert geta gert frekar en lýðurinn, samt á hún að heita forsætisráðherra okkar.  Ég get bent henni á ágætis sparnaðarráð, reka allskonar skriffinna sem ekkert gagn er að, reka ýmsa ráðuneytisstjóra og blýantanagara í stjórnsýslunni.  Allskonar pólitíska aðstoðarmenn og bitlingaþega.

 Hún ætti að byrja á því að setjast niður með öðrum þingmönnum og smíða ný lög sem banna svona fjárglæfra og banna kennitöluflakk, banna markaðsmisnotkun og markaðsráðandi fyrirtæki.   Samkeppnisstofnun ætti að virkja og aftur og láta hana fylgjast með ýmsum stórfyrirtækjum og keðjum ákveðinna fjárglæframanna. 

 Hún getur ekki skýlt sér á bakvið það að segja að hún geti ekkert gert.  Það er nauðsynlegt að semja ný lög, gera það ólöglegt að lána fyrirtækjum eða mönnum sem geta ekki lagt fram veð, þá er ég að meina veð sem eru ekki loftbólur. 

Svo ætti að banna afskriftir nema að allir sitji við sama borð í afskriftum, við lýðurinn ásamt elítunni. 


mbl.is Reka þarf ríkið á ódýrari hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég gleymdi því að kyrrsetja ætti Össur  á Íslandi og hætta við það að sækja um ESB þangað til betur árar fyrir okkur Íslendinga og þangað til líklegt sé að meirihluti sé fyrir því að ganga í þessi Sovétríki Evrópu.!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2010 kl. 00:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert eftir nema að hrópa, lengi lifi líðræðið það LIFI,má fylgja ferfallt húrra.Ég held það sé kominn tími til að strengja þess heit,að berjast fyrir því sem forfeður okkar ánöfnuðu okkur,Jóna mín.  

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband