19.2.2010 | 00:57
Lygar, feluleikur
Baktjaldamakk, svik, mikilmennskubrjálæði þetta eru orð sem mér dettur í hug þegar núverandi stjórn og þingmenn hennar koma upp í hugann á mér. Ég held að núverandi vinstristjórn hafi ekki gert eitt einasta atriði rétt, síðan hún tók við. Það hefur orðið algjör viðsnúningur í skoðunum og gerðum næstum allra þingmanna stjórnarinnar. Ef einhver kannast við loforð sem staðið hefur má sá hinn sami skrifa loforðin í athugasemd með þessarri færslu.
Ver samningaleið stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get því miður ekki nefnt neitt slíkt. Og ég er mjög undrandi á hvernig þetta allt saman hefur velkst og sullast hjá þeim Steingrími og Jóhönnu, ég hélt í upphafi að þau væru vandaðri manneskjur og orðheldnari. En ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2010 kl. 15:53
Ég hafði afar stórar áhyggjur þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir og ekki minnkuðu þær þegar dagskrá sumarþingsins lágu fyrir. Sumarfríið var ekki tekið af þingmönnum til að takast á við þann bráðavanda sem blasi við almenningi í landinu. Þ.e. óðaverðbólgu sem át upp eignir fólks og atvinnumissi. Nei, þingmenn skyldu sitja saman undir fyrirframákveðnum niðurstöðum varðandi umsókn um Evrópusambandsaðild og Icesavenauðungarsamningi. Í þetta þjark fór sumarið! og það stendur enn!
Ég tek þó undir með Ásthildi að ég reyndi að vona á þeirri trú að Jóhanna og Steingrímur myndu standa betur við þær væntingar sem kjósendur þeirra bundu við þau.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.2.2010 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.