12.3.2010 | 00:43
Þjófnaður í skjóli stjórnvalda?
Er ekki orðið tímabært að setja lög á fjármögnunarleigur? Þessar fjármögnunarleigur virðast hafa stundað kerfisbundinn þjófnað, undanfarin ár.
Ein dóttir mín lenti í vandræðum, og er í vandræðum vegna bílakaupa. Hún getur varla séð sér og syni sínum farborða, vegna ótrúlega hárra greiðslna af myntkörfuláninu sem hún tók.
Þegar búið er að setja lög og banna þennan þjófnað, væri ráð að afnema verðtryggingu. Það er hægt að gera með einu pennastriki, eins og var gert þegar hætt var að láta laun fylgja verðlagsþróuninni.
Úrbóta er þörf, STRAX
Mótmæla innheimtuaðferðum fjármögnunarfyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.