Glæpafyrirtæki

Fjármögnunarleigur virðast vera glæpafyrirtæki, ég hef séð svo margar sögur af venjulegu fólki sem fjármögnunarleigurnar hafa gert að óreiðufólki.  Heiðarlegu fólki sem tók bílalán í góðri trú, vegna orða bankafólksins. 

 Heiðarlega fólkið sem reynt hefur að standa í skilum þrátt fyrir tvöföldun greiðslubyrðarinnar og hækkunar höfuðstóls lánanna.  Núna ætla fjármögnunarleigurnar að láta fólk finna fyrir því, eins og þau hafa gert undanfarið. 

 Frá hruni hafa þessar fjármögnunarleigur sýnt af sér ótrúlega hörku og ósanngirni, þeim sem voru svo vitlausir að fara eftir ráðleggingum sölumanna lánanna. 

Svo situr kúlulánafólkið, kvótafólkið sem hirðir arð í kreppu, stofnfjáreigendurnir sem seldu á réttum tíma, inni á Alþingi okkar Íslendinga og finnst það allt í lagi.  Ég vil að óreiðufólkið verði gert brottrækt af Alþingi, það hefur greinilega ekki vilja til þess að segja af sér. 


mbl.is „Skuld sem stenst ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Mæltu kvenna heilust, Jóna Kolbrún.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.3.2010 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband