9.6.2010 | 01:33
Við höfum öll rangt fyrir okkur
Jóhanna veit betur en við fólkið hún segir að ríkisstjórnin hafi í raun bjargað 9000 heimilum frá vanda og 70-80 þúsundum manna frá alvarlegum skuldavanda. Það vantar bara að Jóhanna segi eins og Ingibjörg Sólveig Gísladóttir "þið eruð ekki þjóðin"
Mér finnst þessi frétt hérna á mbl.is frekar ótrúverðug. Þrátt fyrir það finnst mér að þessi stjórn ætti að segja af sér, og boða til kosninga í haust. Eða þá að hann Ólafur Ragnar Grímsson stöðvaði þessa vitleysu, ef hann getur það.
Bara það að stjórnin ætlar að boða til stjórnlagaþings, til þess að tryggja stjórnarskrárbreytingar í sína þágu með "handvöldu " fólki á þingið, það gerir stjórnlagaþingið algjörlega ónýtt. Við fólkið eigum að halda okkar eigin stjórnlagaþing, þar sem handahófsval úr þjóðskrá ræður hverjir setjast á þingið. Það er eina leiðin að mínu mati...
Hafa komið til móts við skuldavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að borga IceSave lágmarkstryggingu með vöxtum, sem og að ekki verði lengra í úrræðum til að mæta skuldavanda heimilanna en þegar hefur verið gert. Þetta stendur í plagginu svart á hvítu, og því miður virðast þau ætla að vinna eftir því óhikað á meðan enginn stoppar þau.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2010 kl. 02:05
Vandinn sem þau hafa bjargað fólki frá er þannig að þeir pína nú fleiri til að borga skuldir sem fólk getur ekki staðið undir til lengdar, einungis er lengt í ólinni og þetta mun fara illa því miður.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2010 kl. 13:37
http://viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1065341/
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2010 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.