Fyrirhyggjusemi

Ég var að skoða netið og var ég orðin frekar leið á öllum leiðinlegu fréttunum, af leiðinlegu málunum.  Ég var búin að skoða alla bloggvinina og marga fésbókarvini líka.  

Þá var ég á visir.is og það poppaði upp einn gluggi, ég aldrei þessu vant smellti á þennan glugga sem var frá kirkjugörðum Reykjavíkur.  Ég fór að skoða ýmislegt þar og endaði á því að velja hvernig útför ég vildi og reyndi ég líka að panta mér legstað í Fossvoginum í duftgarðinum þar. 

Já, það er skrýtið hvernig bloggrúntur, fésbókarrúntur og skoða póstinn sinn getur endað.  Ég hlakka til þess að fá bréfið frá kirkjugörðum Reykjavíkur, þar þarf örugglega að staðfesta beiðnirnar sem ég sendi inn í kvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klukk

Ég hef notað þessa síðu til að fletta upp gröfum löngu dáinna ættingja annars vegar, og þjóðþekktra einstaklinga hins vegar. Svo fer ég í heimsókn á góðum degi

Það getur verið afar notalegt að ráfa um gamla kirkjugarða. Það er svo mikil saga í þeim.

Klukk, 1.7.2010 kl. 02:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var í nylegum kirkjugarði í fyrradag(í Kóp.) þegar ég ákvað að fara upp á  hól þar rétt hjá og skoða hlut sem var lengi búin að vekja forvitni mína. þetta er kallað Strúpa og tengist Búddatrú. Getur verið að ég skrifi það ekki rétt er að sofna við relluna,eftir heimsóknir til ykkar hér. Góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2010 kl. 03:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Jóna Kolbrún það þarf víst að huga að þessu eins og öðru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 12:03

4 Smámynd: Eygló

Eygló, 2.7.2010 kl. 02:21

5 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Gaman væri að vita hvort þú hafir valið músík í jarðarförina þína.  Engir sálmar þar, bara Rammstein  

Ég er alla vega búin að láta mína nánustu vita af því að ég vil ekkert sálmagaul yfir mér þegar þar að kemur, búin að velja nokkur vel rokkuð - sem fellur í misjafnan jarðveg hjá sumum á heimilinu

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 2.7.2010 kl. 19:30

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei ég valdi bálför, ég ætla ekki að skipta mér af tónlistinni.  Börnin mín vita hvað ég vil hlusta á, og mega gjarnan velja það sem þau vilja heyra :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband